Æskuvinkonuhittingur.

Hún Edda Garðars æskuvinkona mín kom austur til mín á föstudaginn og var hérna í sólarhring. Ég var orðin svo spennt á föstudaginn að ég gat varla beðið eftir því að hún kæmi austur. Það er nefnilega þannig að þó að maður eignist góða vini um ævina þá er einhvern veginn ekkert sem jafnast á við æskuvinkonuna og mín æskuvinkona hefur verið með mér á flest öllum gleði- og sorgardögum í mínu lífi og stelpnanna minna. Við erum ekkert að tala saman í síma í marga klukkutíma á dag og stundum getur liðið nokkur tími að við heyrumst ekkert en ég held að varla líði sá dagur að ég hugsi ekki til hennar og oft sendum við smá örbréf hvor til annarrar með tölvutækninni, bara svona til að láta hvor aðra vita að við höfum verið að hugsa til hinnar. Svo hittumst við auðvitað í saumaklúbbnum okkar.

En nú var Edda sem sé komin í sveitaferð á Selfoss. Við fengum okkur kaffisopa þegar hún kom og spjölluðum saman í góða stund við eldhúsborðið og hlógum hressilega. Síðan ákváðum við að skreppa á Eyrarbakka og byrjuðum þar á málverkasýningunni hans Jóns Inga mágs míns og þaðan fórum við í Rauða Húsið og fengum okkur fiskisúpu. Við vorum svo heppnar að þetta tríó sem er hérna á myndinni söng ítölsk lög fyrir matargesti. Sá sem er hérna lengst til vinstri heitir Tinganelli.

ringanessijpg.jpg
og hérna er mynd af Eddu við matarborðið.
egg.jpg

Á heimleiðinni tókum við smá rúnt um nýju suðurbyggðina á Selfossi – þetta var svona dulbúinn áróður um að það væri ekki svo galið að kaupa sér hús hérna fyrir austan og segja skilið við borgarmengunina. Það sakar ekki að reyna að hafa áhrinf.

Auðvitað héldum við áfram að spjalla og láta okkur líða vel þegar heim var komið og fórum ekki að sofa fyrr en langt gengin tvö í nótt. Ekkert útvarp, ekkert sjónvarp, við máttum ekkert vera að eyða tíma í svoleiðis.

Í morgun fórum við svo í heimsókn til Guðbjargar og svo bauð Edda systir mín okkur í kaffi um miðjan daginn. Þetta hefur verið svona konulegt út í eitt, því allstaðar voru bara einar konur. Jón hennar Eddu Garðars er að fljúga í útlöndum, Haukur að klára vinnusyrpu í bænum, Magnús Már fór með Bjarka að keppa í íþróttum í Keflavík og Jón hennar systur minnar var á málverkasýningunni sinni. Merkilegt að það skyldi hittast svona á. Það má eiginlega segja að þetta hafi verið svona konudagur.

En, nú er Edda vinkona komin heim til sín og þó Jón hennar sé enn á flugi í erlendum lofthelgum hafa hinir mennirnir skilað sér heim. Haukur mætti Eddu á hringtorginu í Hveragerði þegar hún var á suðurleið en hann á leið austur. Nokkru á undan Hauki voru Magnús Már og Bjarki á heimleið og ég sá að Jón mágur var líka kominn heim.

Svo tók auðvitað söngvakeppnin við en ég nenni alls ekki að tjá mig um hana. Ágætt þó að Finnar skyldu í fyrsta skipti hoppa upp í efsta sætið með skrímslunum sínum.

Nú situr Haukur að horfa á mynd í sjónvarpinu, mynd sem ég er búin að sjá a.m.k. einu sinni eða oftar svo ég ákvað að setja inn smá færslu í dagbókina mína.

Þakka þér elsku vinkona mín fyrir samveruna. það er alltaf á við kröftuga vítamínsprautu að hitta þig.

Nú býð ég ykkur öllum nær og fjær góða nótt. Heyrumst seinna.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

6 Responses to Æskuvinkonuhittingur.

  1. Svanfríður says:

    Það er gott að eiga góða vini-það segir þú alveg satt. Svo er líka svo gaman að lesa skrifin þín-það er eins og maður sitji inni í eldhúsi hjá þér og spjalli. Og það er ALLTAF gaman að koma í kaffi til þín:)

  2. Þórunn says:

    Konudagur
    Þið vinkonurnar kunnið sannarlega að njóta lífsins og samvista hvor við aðra, svona eiga vinkonur að vera. Það er engu líkara en þið sitjið á kaffihúsi í París þarna á Eyrarbakka, skemmtileg stemming á svona litlum stað. Svona eru smáþorpin á Íslandi orðin menningarleg.

  3. Linda says:

    Æðislega gaman að lesa um æskuvinkonu-hittinginn.. svona á þetta að vera, ein helgi bara tileinkuð konum.
    Haltu áfram að njóta lífsins eins og þú gerir..
    Bestu kveðjur frá Groton

  4. Sigurrós says:

    Rock Halleluja!!! Jee!!! Já, finnsku skrímslin eru æði! Við MR-klúbburinn erum að spá í að halda næsta Eurovision-partý í Helsinki 😉

    En, mikið er nú gaman að heyra hvað þið Edda skemmtuð ykkur vel – það er alltaf gaman í kringum ykkur 🙂

  5. Ragna says:

    Vítamínsprauta.
    Já ég get sagt það með sanni að svona félagsskapur er algjör vítamínsprauta fyrir sálarlífið. Það er líka svo yndislegt að eiga vinkonu sem maður getur hlegið mikið með og grátið með líka þegar svo ber undir. Sem betur fer er það nú oftast hlátur en hitt er undantekningin.

  6. Edda systir says:

    kvennakvak
    Já ég hafði mjög gaman af að hitta nöfnu mína af Kambsveginum. Mér fannst bara eins og við sætum saman þrjár systur við kaffiborðið hjá mér.

Skildu eftir svar við Edda systir Hætta við svar