sumar, sumar sumar og…….

Ég sé að ég hef ekkert skrifað í ástkæru dagbókina mína í marga daga, reyndar ekki í heila viku. Það hefur verið eitthvað svo ótrúlega erilsamt hjá mér og svo hef ég verið Sælukoti í nokkra daga og þar er jú engin tölva svo ég á mér nokkrar málsbætur.

Á föstudaginn fórum við Haukur með Karlottu og Odd í Kópavoginn til pabba síns og sóttum í leiðinni plöntur sem ágætur vinur minn var svo elskulegur að bjóða mér. Þessar plöntur eru hver annarri fallegri og þær SKULU sko lifa hjá mér. Mest langar mig til þess að hafa þær í pottum hérna á pallinum hjá mér því þá get ég notið þeirra best, en það er kannski ekki æskilegt fyrir fjölærar plöntur. Ráðleggið mér nú endilega ef þið vitið hvað plöntunum er fyrir bestu.

Hér er sýnishorn af einni þeirra. Er hún ekki alveg einstök þessi?

plontur1.jpg

Þegar við komum aftur heim á föstudaginn þá dreif ég plönturnar í mold áður en við brunuðum í Sælukot þar sem við fjölskyldan höfum verið síðan. Trjáplönturnar sem mér áskotnuðust tók ég með mér og þar hafa þær nú fengið sinn dvalarstað. Það var alveg yndislegt að vera saman í Sælukoti og við skruppum líka í smá ferðalag í gær, fórum þá að Keldum og á Hvolsvöll. Við komum svo á Selfoss í dag en Sigurrós ætlar aftur á miðvikudaginn með vinkonu sína. Magnús Már hefur sett inn pistil og myndir á síðuna sína.

En hjá mér er nú aðeins hlé, svona til að kíkja aðeins á tölvuna, taka upp úr töskunum, þvo og pakka síðan aftur, því næst skal haldið norður í land og síðan austur á land. Nóg að gera þessa dagana.

Svona höfðum við það nú huggulegt í Sælukoti

sumo1.jpg

Ég læt þetta duga í bili því nú verð ég að koma mér í rúmið.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to sumar, sumar sumar og…….

  1. Anna Sigga says:

    Það er gott að slaka á!
    Og það er örugglega einstaklega gott að slaka á í Sælukoti! Blómið er sérkennilega flott. Farðu vel með þig Ragna mín!

  2. afi says:

    Blómakona
    Víst eru plönturnar fallegar. Þótt það fari vel um plönturnar í skjólsælum beðum er áreiðanlega í lagi að hafa þær í rúmgóðum pottum með góðri moldarblöndu í einhvern tíma. En þannig þurfa plönturnar líka meiri vökvun. Oft er gott að hafa nýuppteknar plöntur í skugga eða ekki í allt of mikili sól. Gangi þér vel með blómin þín. Vonandi færðu meira síðar.

  3. Svanfríður says:

    Þessi mynd gæti heitir: ró og friður. Góðar stundir í ferðalögum þínum:)

  4. Linda says:

    Mikið er nú gott að heyra af huggulegheitum ykkar í Sælukoti.. Ekki laust við að smá öfund komi upp.. en nú styttist óðum í heimkomu og þar með ferðum á okkar sælureit..

  5. Ragna says:

    Takk fyrir upplýsingarnar afi sæll. Já það er svo sannarlega gott að eiga góða að. Ég passaði mig á að setja plönturnar í nýkeypta gróðurmold og hafa þær í skugga á meðan við vorum í sveitinni en nú fá þær að kíkja aðeins á sólina. Ég hlakka til að horfa á þær dafna hérna á pallinum hjá mér.

Skildu eftir svar við Ragna Hætta við svar