Heim í hreiðrið.

Jæja þá var ég nú að koma heim í hreiðrið mitt eftir 10 daga ferðalag hringinn í kringum land. Ég kom bara heim fyrir hálftíma og þið megið geta þvisvar hvað það var sem ég byrjaði á að gera???   Já auðvitað gátuð þið það í fyrsta – kveikja á tölvunni , hvað annað.

Ég hlakka mikið til að setja inn myndirnar mínar og  segja smá frá ferðum mínum en eftir að hafa komið  akandi  í dag frá Egilsstöðum bara með nauðsynlegum smá stoppum  þá er maður nú hálf lúinn svo ég ætla að byrja á því að taka upp úr töskunum og láta renna í freyðibað, hella sherrýi í staup og njóta þess síðan að liggja í mínu eigin baði, drekka þar úr sherrystaupinu og skríða síðan upp í nýja rúmið mitt.  Á morgun ætla ég svo að renna yfir heimasíðurnar ykkar kæru bloggvinir. Ég hef saknað ykkar enda verið tölvulaus allan tímann og á morgun ætla ég líka að setja inn myndirnar mínar og skrifa smá pistil.

Lifið heil.
 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Heim í hreiðrið.

  1. afi says:

    10 dagar
    Velkomin heim. Ólíkt höfumst við að í sumarfríinu. afi var að ljúka við 10 daga, eða öllu heldur 10 nátta næturvaktir. Gamli er ósköp feginn að þessi törn er á enda runnin. Hefur afþakkað frekari næturvaktir í fríinu, ömmu vegna. afi tók engar myndir í sínu fríi og bíður því spenntur eftir þínum.

  2. Linda says:

    Velkomin heim
    Velkomin heim elsku Ragna.. hef saknað þín og kíkt í heimsókn á hverjum degi..
    Nú hlakka ég til að „kíkja í kaffi“ í fyrramálið og lesa nýjan pistil..
    En bráðum gerist ég boðflenna og kíki í alvöru kaffi-heimsókn..

  3. Þórunn says:

    Velkomin í tölvuheiminn
    Ég hef líka saknað þín og bíð spennt eftir frásögninni og myndunum, eins og fleiri. Bestu kveðjur frá Austurkoti, Þórunn, Palli biður að heilsa

  4. Ragna says:

    Notalegt
    Æ hvað það er nú notalegt þegar maður veit að manns er saknað. Ég er líka búin að sakna ykkar mikið.
    Linda mín, hvenær kemur þú til landsins. Þú þarft að fá símana hjá mér svo þú getir látið vita af þér. Þú getur sent mér línu á ragna@betra.is

Skildu eftir svar