Hitti bloggvinkonu í dag.

Í dag gerðist það helst að sólin skein glatt sem aldrei fyrr. Ég byrjaði daginn á því að fara í klukkutíma göngutúr eins og í gær. Þegar Haukur kom svo úr ræktinni þá settumst við hérna út á pall og fengum okkur morgun/hádegissnarl og lásum dagblöðin.

Svo, eins og alltaf þegar sólin skín svona glatt, þá eru húsverkin flutt út á pall. Allavega þau sem hægt er að flytja þannig út með sér. Ég fór því með straujárnið, straubrettið og óstraujuðu fötin út með mér eftir hádegið. Það er að segja eftir að ég snaraði mér í að baka pönnukökur því ég átti von á gestum.

Hún Linda, önnur þeirra úr bloggvinahópnum sem býr í Ameríku, kom ásamt Clarence manninum sínum og heimsótti mig í dag, en hún er í Íslandsheimsókn þessa dagana.

Það er svo gaman að hitta bloggvinina sína svona persónulega. Við drukkum saman kaffi og spjölluðum í góða stund hérna úti í góða veðrinu. Mjög skemmtilegt. að hitta þau. Takk fyrir komuna Linda mín.

Auðvitað varð að taka mynd af okkur

bloggvink.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Hitti bloggvinkonu í dag.

  1. Ólöf says:

    Lummurnar góðu
    Sæl Ragna – vildi bara þakka fyrir lummuuppskiftina sem ég fann hér á síðunni þinni. Steikti nokkrar í dag og þær voru ljúffengar. Bestu kveðjur í Sóltúnið (vona að allt sé í sóma nr. 31) frá Cardiff

  2. Þórunn says:

    Að hittast loksins
    Mikið skil ég vel hvernig ykkur hefur liðið, því mér fannst svo gaman að hitta þig loksins eftir að hafa verið lengi í sambandi á netinu.

  3. Svanfríður says:

    Ég sat eins og bjáni fyrir framan tölvuna og klappaði saman höndunum þegar ég sá að þið höfðuð loksins hist! Þið eruð svo fallegar á myndinni og það hefur örugglega verið gaman hjá ykkur…svo kemur Linda svona ljómandi vel undan Ameríku!

  4. Guðlaug Hestnes says:

    netheimur
    Netheimurinn er frábær. Vonandi náið þið, þessar/þessir bloggarar nær og fjær að hittast einn dag yfir lummum! Kær kveðja frá Hornafirði

Skildu eftir svar