Brúnt eða grænt?

Hvílíkt rjómaveður í gær og í dag. Haukur, sem er svo duglegur að taka til hendinni ákvað að nú væri veður til þess að taka í gegn og bera á hurðirnar út á pallinn og síðan síðan skyldi pallurinn sjálfur olíuborinn.

Hér vandar hann sig við að bera á stofuhurðina eftir að pússa hana alla upp.

malarinn.jpg

Þetta var í gær. í morgun vorum við svo mætt í Húsasmiðjuna þegar hún opnaði til þess að kaupa efni til að bera á pallinn hjá okkur. Í gærkvöldi ryksuguðum við og skrúbbuðum pallinn upp til þess að allt væri nú tilbúið til að bera á.

Við höfum verið með þessa pallaolíu sem við höfum samviskusamlega borið á árlega síðan pallurinn var settur upp en okkur finnst hann samt sem áður alltaf eitthvað svo grár og ljótur þannig að nú ákváðum við að prufa nýja pallaolíu sem er með þekjandi lit.

í dag hefur sem sé allt dótið af pallinum skreytt grasflötina hjá okkur og Haukur er búinn að vera í því að bera á allt gólfið svona hnotubrúnan lit. Vandinn er svo að velja lit á grindurnar en það er svo dóminerandi mosagrænn litur á þaki og gluggum að mér finnst brúnt eiginlega ekki koma til greina á þær.

Við höfum nóttina til að ákveða okkur en að öllum líkindum skellum við bara þessum mosagræna lit á grindurnar í þeirri von að það komi vel út. Maður er eitthvað svo vanur því að grindur á pöllum séu í einhverjum brúnum litum, en því meira sem ég hugsa um þetta þá býst ég frekar við því þegar við mætum í Húsasmiðjuna í fyrramálið að valið verði grænt takk fyrir.

Ef veðrið verður á morgun eins yndislegt og í dag, logn 20°hiti og sól, þá verða grindurnar í kringum pallinn sem sé málaðar. Ég mun svo auðvitað taka mynd af fínheitunum (sem ég vona að verði hægt að kalla því nafni) til þess að sýna ykkur. Eins gott að þetta komi vel út.

Ætli mig dreymi ekki hoppandi hnotubrúnar og mosagrænar kindur í alla nótt. Best að búa sig undir það.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Brúnt eða grænt?

  1. Svanfríður says:

    Þú getur þá allavega sagt að þig dreymi í litum.

  2. Stefa says:

    Í tísku
    Já er ekki mosagrænt og brúnt í tísku núna? Ef þú hefur nokkra stjórn á draumunum myndi ég ná kindunum, rýja þær og próna eitt stykki rennda lopu úr þeim ;o)

    Kveðja,
    Stefa

Skildu eftir svar við Svanfríður Hætta við svar