Dýravinurinn Steve Irvin látinn

Ég ætlaði ekki að trúa því þegar ég heyrði fréttina um að Steve Irvin væri látinn. http://news.bbc.co.uk/2/hi/asia-pacific/5311298.stm

Ég elskaði að horfa á hann og þau hjónin meðan ég var með Breiðbandið og gat horft á Animal Planet.  Þau voru svo einstaklega samhent hjónin við að bjarga dýrum, aðallega krókódílum, sem lifðu við slæman aðbúnað og fluttu þau í ný og betri heimkynni.
Steve var  svo fylltur eldmóði og áhuga á  verkefnum sínum að unun var á að horfa.

Það eru örugglega margir sem sakna hans og ekki sér maður hann nú oftar hjá Jay Lenno

http://news.bbc.co.uk/2/hi/asia-pacific/5311982.stm

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Dýravinurinn Steve Irvin látinn

  1. Linda says:

    Þetta eru aldeilis fréttir sem koma á óvart Ragna..
    Ég er alveg sammála þér um að hans eigi eftir að vera saknað..

  2. afi says:

    Sárt saknað
    Það eru orð að sönnu. Hann fór ekki alltaf hefðbundnar leiðir í þáttagerð sinni.

Skildu eftir svar