Sá stutti aðeins að hressast.

Hann minnsti stubbur hefur átt heldur bágt undanfarna daga því hann var kominn með eyrnabólgu ofan á það að hafa verið að taka tvær tennur og vera með bakflæði sem reyndar orsakar oft eyrnabólgu. Já það er ýmislegt, sem maður verður að kljást við þó maður sé aðeins 5 mánaða gamall. Nú er hann kominn á sýklalyf og eitthvað verkjastillandi svo lífið er nú heldur bærilegra en í gærmorgun þegar ekkert gat huggað unga sveininn. Svo er bara vonandi að hann fari að sofa á nóttunni svo mamma sem geymir matarforðann hans öllum stundum geti farið að fá að sofa eins og eina og eina nótt.

En eins og sést á þessari mynd þá er hann umvafinn þeim sem vilja kjassa hann og knúsa og systkinin elska litla bróður og vilja allt fyrir hann gera. Svo á hann stærsta bróður sem kemur þegar hann getur til að sjá litla bróður sinn. Svo er amma alltaf að þvælast eins og grár köttur að heilsa uppá alla ungana sína stóra og smáa og auðvitað er myndavélin alltaf með í för.

Hér eru Karlotta og Oddur Vilberg nýkomin úr skólanum og sá stutti er hreint ekkert óánægður með þá athygli sem þau sýna honum.

oddurragnarkarl.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Sá stutti aðeins að hressast.

  1. afi says:

    Veikindi
    Það er alltaf svo sárt þegar þau eru veik litlu skinnin. Gott að þetta er að lagast. – Mikið er þetta fallegur hópur. Hann er svo sannarlega ekki einn, litli angalokkurinn.

  2. Linda says:

    Þú átt ofsalega falleg barnabörn Ragna..

  3. Þórunn says:

    Góð líðan
    Það varða allir svo glaðir þegar veikindi eru yfirstaðin. Þessum börnum líður greinilega vel. Þú ert rík Ragna að eiga þessi fallegu heilbrigðu barnabörn.

Skildu eftir svar