Fimmtugur kappinn.

Hann Loftur Þór mágur minn á afmæli í dag – stórafmæli 50 ára.

Mér er alltaf minnisstætt þegar ég hitti Loft fyrst, en það var þegar ég kom, feimin 16 ára stúlkukind með stóra bróður hans til að hitta fjölskylduna í fyrsta skipti. Loftur var þá nýorðinn 6 ára gamall. Sjálf átti ég engin yngri systkini og þessvegna fannst mér svo stórkostlegt að kærastinn minn skyldi eiga fjögur yngri systkini og mér hefur einhvern veginn alltaf fundist þetta vera mín eigin systkini.

Ég hef nú fylgst með Lofti Þór í öll þessi ár og verð bara að játa að kappinn hefur spjarað sig mjög vel þrátt fyrir það að vera svona smá prakkari í æsku. Hann á það nú líka til að vera smá prakkari ennþá og og ekki kæmi mér á óvart að hann yrði með einhvern prakkaraskap í veislunni sinni. Hann er eftirsóttur í hvers konar mannfagnað sökum hnyttni sinnar og skemmtilegheita. Hann var veislustjóri í brúðkaupi Sigurrósar og Jóa og var enginn svikinn af því.

Loftur þór er svo lánsamur að eiga góða konu og efnileg börn og nú koma barnabörnin hvert af öðru nærri þrjú nú þegar.

Loftur minn ég óska þér innilega til hamingju með afmælið og hlakka til að koma í veisluna á laugardaginn.

lofturafm.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar