Rússibanaferðin á enda.

Jæja þá er rússibanaferðinni í Rock Star Supernova lokið. Sjálfsagt erum við íslendingar öll mjög sátt við þessi endalok, nema hvað mér frannst Dilana eiga að verða fyrir valinu því ég hef ekki verið hrifin af Lúkasi.  Magni fékk að vera með til síðastas þáttar enda er hann frábær tónlistarmaður og söngvari. Ég veit ekki hvort það er mín ímyndun en mér finnst Magni hafa dregið úr orkunni á lokasprettinum og verið meira með gítarinn en minna á ferðinni út um allt svið eða út í sal. Mitt hugboð er að hann hafi sjálfur ekki viljað komast í þessa hljómsveit og því dregið úr þegar nær úrslitunum dró. Han getur verið sáttur við sína frammistöðu. "The Iceman" sýndi hvað í honum bjó og var hann sjálfur frá upphafi til enda landi og þjóð til sóma.

Heyr, heyr Magni.

 

P.S. Mér finnst að þau sem ekki voru valin hefðu átt að fá bíl eins og Ryan.

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Rússibanaferðin á enda.

  1. Svanfríður says:

    Veistu Ragna að ég er hálfpartinn sammála þér því mér fannst t.d frammistaða Magna í gærkveldi hans lakasta. Kannski vildi hann bara komast heim?Hann er ekki þessi einfari eins og hinir virtust vera. Hann stóð sig eins og hetja drengurinn.

  2. Linda says:

    Það er alveg rétt hjá þér að Magni var þjóðinni til sóma og ég er líka sammála þér því að hann hefur líklega ekki viljað vera partur af þessari hljómsveit og kannski þess vegna ekki gefið sig allann í lokasprettinum..
    Hann náði langt og má sko alveg vera stoltur af sjálfum sér..
    Ég var mjög hissa þegar þeir kusu Lúkas sem aðalsöngvara því mér fannst Dilana passa miklu betur í hlutverkið og bara syngja betur yfir höfuð..

  3. afi says:

    Sterkur
    Magni kemur sterkur útúr þessum leik. Hann er væntanlega vel settur með þessa stöðu.

  4. Hulla says:

    Mér finnst frábært að Lúkas hafi unnið. Held að hann hafi mest þurft á því að halda, grey skinnið. Á ábyggilega mikið bágt. Og mikið held ég að Magni sé fenginn að komast heim til konu og barns. Þau hafa samt að mínu mati öll staðið sig frábærlega og búið að vera hrikalega gaman að fylgjast með þeim.
    P.S Og Ryan fékk engan bíl, það var Toby 🙂
    Kossar og endalaust af knúsi héðan Hulla og co

Skildu eftir svar