Mikið mikið gaman og mikið mikið grín.

Ég á eftir að lifa lengi á afmælisveislunni hans mágs míns, sem ég fór í á laugardagskvöldið. Þetta er sú skemmtilegasta veisla (að öllum öðrum ólöstuðum) sem ég hef tekið þátt í og mig var farið að verkja í andlitið af öllum hlátrinum því það var svo mikið hlegið, nánast alveg út í eitt – mikið, mikið grín og auðvitað var líka mikið sungið.
Það kemur nú engum á óvart sem þekkir hann mág minn og þau systkini að það sé hlegið í návist þeirra því þau eru mikið gleðifólk og prakkaraskapurinn aldrei langt undan. Þetta er sko pottþétt í genunum því afi þeirra á Heiði var mjög skemmtilegur maður og hann Steini móðurbróðir Odds heitins er held ég sá mesti prakkari sem ég hef kynnst og frændsystkinin virðast öll hafa þessi gleðigen svo þetta hefur erfst mann fram af manni og heldur vonandi áfram að gera það.

Hér er verið að afhenda eina gjöfina
með tilheyrandi skýringum.

lp1jpg.jpg

Ég þakka bara kærlega fyrir mig og ég sem aldrei man brandara stundinni lengur, er enn að hlæja.

Svo hlakka ég til seinnipartinn í dag því hún Ingunn mágkona mín og vinkona sem kom alla leið norðan úr Washington fylki í Bandaríkjunum til að vera í afmæli bróður síns ætlar að koma og vera hérna hjá mér þangað til á morgun.

Best að hætta þessu pári núna og fara heldur að finna út hvað ég hef í kvöldmatinn.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Mikið mikið gaman og mikið mikið grín.

  1. Svanfríður says:

    Það er eitthvað við fimmtugsafmæli því fimmtugsafmælið hjá pabba er ein sú skemmtilegasta veisla sem ég hef tekið þátt í.

  2. afi says:

    Líf og fjör.
    Maður er manns gaman.

  3. Linda says:

    Það er nauðsynlegt, svona öðru hvoru, að fá að þenja hláturtaugarnar alveg eins og hægt er.. skemmtilegast er þegar mann verkjar í kinnarnar af hlátri..

Skildu eftir svar við afi Hætta við svar