Svanfríður, loksins.

Í dag varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að hitta enn einn bloggvininn. Að þessu sinni var það Svanfríður sem kom við hjá mér á leið sinni frá Hornafirði til Ameríku. Ekki var hún ein á ferð heldur fékk ég í bónus að hitta Bert, Eyjólf og foreldra Svanfríðar.

Svona tóku þau sig nú vel út í stofunni hjá mér

svanfridur1.jpg

 

Það er svo einstök tilfinning að fá að hitta þá sem maður er í sambandi við á veraldarvefnum. Allt í einu er það ekki bara nafn og texti á tölvuskjánum heldur alvöru persóna sem maður getur gefið knús og talað við. Og það að fá líka að hitta Bert, Eyjólf og foreldra Svanfríðar var einstaklega skemmtilegt. Ég vona svo sannarlega, af því að ég er nú svo vel í sveit sett að vera í leiðinni frá flugstöðinni til heimabæjar Svanfríðar á Höfn í Hornafirði, að ég fái fleiri slíkar heimsóknir seinna. Hús mitt stendur vinum mínum alltaf opið, bæði bloggvinum og öðrum.

Hér er mynd af þeim Bert, Svanfríði, bumbubúanum og Eyjólfi.

svanfridur2.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Svanfríður, loksins.

  1. Þórunn says:

    Fagnaðarfundur
    Ég samgleðst þér Ragna mín að hafa fengið þesa góðu gesti, ég man alveg hvernig það var þegar við hittumst fyrst, eftir að hafa spjallað á netinu. Ég hef líka gaman af að segja þér frá því að pabbi hennar Svanfríðar var leikfélagi bræðra minna, þegar við bjuggum á Vopnafirði, svona er nú heimurinn lítill. Kær kveðja til þeirra allra, frá okkur í Portúgal.

  2. Sigurrós says:

    Mér finnst svo frábært hvað þú hefur kynnst mörgum góðum vinum í gegnum bloggið þitt 🙂 Enda ekki skrýtið að fólk laðist að þér í gegnum skrifin þín, þú ert og hefur alltaf verið svo frábær, elsku mamma!

  3. Svanfríður says:

    Ekki veit ég hvert hin skilaboðin frá mér fóru en það er nú líka í lagi:) Enn og aftur þá þakka ég yndislegar móttökur í dag; það var frábært að hitta þig og sjá. Þú virkar afar hlý, góð og gefandi kona sem þitt fólk er heppið að eiga að. Ég hlakka til að hitta þig aftur og nú veistu að þú átt öruggan stað hjá mér og mínum í Cary! Kærar kveðjur, Svanfríður.

  4. Guðlaug Hestnes says:

    Dásamlegt…
    var að hitta þig Ragna, og kærar þakkir fyrir höfðinglegar móttökur og vinarþel. Myndin hér að ofan er mikið falleg, og við foreldrarnir söknum litlu fjölskyldunnar mikið. Húsið er hálftómt eftir að þau fóru. Komum heim í kvöld og daglegt líf tekur við. Takk enn og aftur.

Skildu eftir svar