Árásir

Ég hef undanfarið orðið fyrir árásum af svokölluðu "SPAM" sem hefur troðið sér inn í orðabelginn hjá mér, oftast við gamlar færslur. Þetta eru einhverjar lyfjaauglýsingar miður skemmtilegar og ég veit ekki hvað eða hvernig stendur á það er verið að herja á mig með þessum óþverra sem nú virðist koma inn á nýjustu færslurnar mínar. Magnús Már hringdi til mín áðan og sagði mér frá þessu, því ég er fjarri tölvunni minni núna og hann benti mér á að ég þyrfti að komast í tölvu og senda tilkynningu til ykkar ef þetta rusl, sem ég er búin að eyða núna, kemur inn aftur. Hann þekkir vandamálið því hann hefur líka orðið fyrir þessum árásum. Vonandi tekst fljótlega að setja einhvern lás á orðabelginn svo aðeins þið þessi útvöldu getið komist inná hjá mér en óþverrarnir ekki.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar