Gengið mót sumri og fyrsta brosið.

Ég varð heldur en ekki hissa og glöð þegar ég kom heim í Sóltúnið seinnipartinn í gær. Ég vissi að Selfoss barnabörnin mín yrðu komin því ég átti von á þeim. Ég átti hinsvegar ekki von á því að Ragnar Fannberg kæmi labbandi á móti mér og sá var aldeilis rogginn að vera búinn að ná taktinum að geta gengið sjálfur.  Amma var svo heppin að myndavélin var á skóskápnum í forstofunni svo það var fljótlegt að bregða henni á loft. Reyndar var sá stutti þá búinn að breyta um stefnu því hann sá að nú gæti hann svo vel náð í kertastjakann í bókahillunni. Já það er gaman að vera til.  Sama dag brosti svo hún Ragna Björk frænka hans sínu fyrsta brosi og það getið þið séð á stuttu myndbandi hér á síðunni hennar Sigurrósar. Það má því segja að unga fólkið hafi tekið vel á móti sumrinu.

eg_get.jpg

Sumardagurinn fyrsti var rólegur og góður hjá mér. Systir mín og Jón buðu mér að koma og drekka miðdegiskaffið með þeim – rjómapönnukökur og fleira gott.  Ég átti líka heimboð í Grundartjörnina og skrapp áðeins þangað.  Haukur fór líka í kaffiboð því Leonora litla afastelpan hans átti afmæli í dag og ég óska henni til hamingju með daginn.  Haukur er í bænum því í nótt er hann að byrja sína síðustu vinnusyrpu.  það hlýtur að vera svolítið skrýtin tilfinning, en hann hlakkar bara til og ég hef engar áhyggjur af því að honum eigi eftir að leiðast þó hann hætti að vinna. Ég hef alla vega enga trú á því.

Sólin skein skært í allan dag og gaf góð fyrirheit um sumarið sem í vændum er.  Ekki var þó hlýindunum fyrir að fara þar sem ekki naut sólar og ég frétti að í Sælukoti hefði verið 10°frost í morgun. 

Ég þakka ykkur öllum fyrir sumarkveðjurnar.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

6 Responses to Gengið mót sumri og fyrsta brosið.

  1. Jóhanna says:

    Kæra Ragna !

    Gleðilegt sumar og hafðu það sem allra best 🙂

  2. Anna Sigga says:

    Gleðilegt sumar!
    Já, eftir að hafa skoðað myndbandið af nöfnu þinni get ég ekki hætt að brosa, enda engin ástæða til. Bros eru yndisleg!

  3. Linda says:

    Það er aldeilis að vorið hafi áhrif á þau litlu.. það er æðislegt myndbrotið af litlu nöfnunni og var ekki laust við að örfá tár hafi runnið niður.. (er eitthvað svo viðkvæm undanfarið)..

    Mikið finnst mér stutt síðan ég las á blogginu þínu að litli Ragnar Fannberg hefði fæðst og svo var skírn.. Nú er hann farinn að labba.. Þessi tími líður svo ferlega fljótt að það er engu lagi líkt.. Áður en maður veit af fer maður að lesa að Ragnar Fannberg hafi fermst í dag!!! hehe

    Eigðu yndislega helgi elsku Ragna..

  4. Ragna says:

    Tilkynningaskyldan
    Svo vantar heldur ekki að amman sinnir tilkynningaskyldunni langt út fyrir landsteinana og allir verða að vita hvað er á seyði hvort sem þeir kæra sig um eða ekki. Ja, hvílíkt og annað eins.

  5. afi says:

    Myndar sumar
    Það er ekki annað að sjá af myndunum þínum að sumarið er komið. Þótt ekki sé hlýindunum sé ekki fyrir að fara. Gleðilegt sumar.

  6. Þórunn says:

    Sumargjafir
    Já gleðilegt sumar, þín fjölskylda hefur sannarlega fengið góðar sumargjafir í ár. Það er alltaf beðið með eftirvæntingu eftir fyrsta brosinu og fyrstu skrefunum. Og þetta fenguð þið sama daginn, til hamingju með þessi yndislegu börn. Kveðja frá okkur Palla

Skildu eftir svar