Döpur einn daginn og glöð þann næsta,

er þetta ekki það sem lífið snýst um?   Svo er það bara okkar að vera raunsæ og þakklát fyrir hvern dag sem okkur er gefinn. Þá á ég ekki bara við góðu dagana heldur líka þá sem gera okkur lífið erfitt á einn eða annan hátt. Slæmu dagarnir geta nefnilega þroskað okkur og kennt svo mikið. 

Ég fór t.d. í heimsókn á Hrafnistu til hennar Tótu vinkonu minnar sem var að missa son sinn. Ég verð að viðurkenna að ég kveið fyrir því að hitta hana því sonur hennar hefur verið henni svo góður og heimsótt hana daglega á elliheimilið. Hún hinsvegar tók þessu af mikilli skynsemi og sagði að það þýddi ekkert annað en að sætta sig við þetta því þetta væri eitt af því sem lífinu fylgdi og á mann væri lagt. Svo fórum við niður í kaffi og töluðum um gamla tímann í Kleppsholtinu um miðja síðustu öld og ýmis prakkarastrik sem þá áttu sér stað.

Þegar ég segi að það eigi líka að þakka fyrir erfiðu dagana þá

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar