Lífið breytilegt frá degi til dags.

Einn daginn döpur og annan glöð, það er gangur lífsins. 

Það var svona skemmtileg fjölskylduhelgi hjá okkur aftur þessa helgi og Sigurrós, Jói og Ragna Björk gistu og Guðbjörg,  Magnús Már og Ragnar Fannberg komu í heimsókn en stóru krakkarnir voru í Kópavoginum.  Myndir helgarinnar eru hér.

Hér mundar Ragnar Fannberg sig til þess að kyssa litlu frænku

kossinn.jpg

Í gær fór ég svo í sextugs afmæli til Hrafnhildar, sem ég vann með í mörg ár.
Hér erum við allar samankomnar Avon-Ladies nema hvað Valgerði vantaði.
Fleiri myndir eru hér.

 avonladies.jpg

 Frá vinstri: Íris, Ragna, Magnea, Sivva, Hrafnhildur, Hrefna, Jóna og Laufey

Ég var fegin að Hrafnhildur hélt ekki uppá afmælið sitt á laugardaginn því þá bankaði vetur konungur heldur betur uppá – eitthvað ruglast í tímanum blessaður því haustið átti samkvæmt venju að koma á undan honum. Hellisheiðin var um tíma lokuð á laugardaginn og svona var að líta út um gluggann þegar ég vaknaði ígærmorgun.
Það enn hvítur toppurinn á Ingólfsfjallinu og hitinn er á núllinu í dag. Vonandi var þetta þó fýluferð hjá vetri konungi því haustið er svo yndislegt og við viljum gjarnan fá að njóta þess í smátíma áður en sá gamli grimmi kemur.

vetur.jpg

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

11 Responses to Lífið breytilegt frá degi til dags.

  1. Sivva says:

    Takk fyrir síðast
    Sæl Ragna mín
    ákvað að kvitta fyrir mig eftir að hafa farið inn á síðuna þína enn ekki bara kíkja og fara svo út af henni. Já þetta eru flottar konur sem unnu saman forðum daga – gaman að eiga þessa myndir. Er að hugsa um að prenta þær út og hengja upp á töfluna mína hér niðri í vinnu. Þetta var svo flott hjá henni Hrafnhildi okkar – enda átti maður ekki von á neinu öðru frá henni. Mér finnst endilega að við ættum að hittast allar saman fyrir jól þótt Avon lady no.1 sé hætt störfum í snyrtibransanum.
    Knús og kveðjur
    Sivva

  2. Jóna K. Kristinsdóttir says:

    Takk fyrir síðast
    Sæl Ragna mín og takk fyrir síðast Gaman að sjá myndirnar. Við verðum bara sætari með hverju árinu.
    Jóna

  3. Svanfríður says:

    Ég frétti af þessu kuldakasti sem þið fenguð. Hér er haustið komið og við farin að hita húsið aftur eftir sumarmánuðina. Ég elska árstíðaskiptin, sumar og haust, það verður allt svo ferkst og fallegt. Þó hlakka ég ekki til vetrarins því hann verður svo ofboðslega kaldur hér.
    Hafðu það gott, Svanfríður.

  4. Laufey Sigurðardóttir says:

    Takk fyrir síðast Ragna mín. Mikið var nú gaman að hittast það er alltof langt á milli hittinga hjá okkur, Avon ladys, sem verðum jú „fallegri“ með hverju árinu hahaha…já glæsipíur á ferðinni þarna að við tölum ekki um hvað skemmtilegur hópurinn er. Eftir öll þessi ár. Alveg sammála að hittast áður en veturinn skellur á heiðinni. Kveðja Laufey.

  5. Ragna says:

    Finnum ráð.
    Já, þetta var alveg rosalega skemmtilegt og við verðum að halda áfram að hittast þó Magnea sé hætt að reyna að gera okkur fallegar með Avon. Við finnum einhver ráð.

  6. Þórunn says:

    Glæsipíur
    það er rétta orðið yfir þenna hóp, mér finns erfitt að sjá að einhver ykkar sé komin yfir sextugt, ég get vel trúað að þið hafið haft nóg umræðuefni og átt góða stund saman.
    En þó að þú sért ekki alveg tilbúin að taka við vetrinum þá er óneitanlega fallegt að já nýfallinn snjóinn en frekar óvenjulegt að sjá hann á grænu grasi, þarna vantar haustið til að rétti liturinn sé kominn á grasið.
    Bestu kveðjur úr 28° hita í Austurkoti,
    Þórunn

  7. afi says:

    Skin og skúrir
    Er ekki alltaf lífið þannig. Njótum góðu stundanna þegar þær koma.

  8. Anna Sigga says:

    Kvitta fyrir mig.
    Farðu vel með þig! Knús og kveðjur.

    • Kevin says:

      Mikið er gaman að heyra hvað allt gnuger vel og hvað allir eru ánægðir!  Nú er einmitt tíminn til að gleðjast með fjölskyldum og vinum og horfa á alla þessa jákvæðu hluti sem eru að gerast í kringum okkur.  Þeir ættu að hafa miklu meira vægi heldur en allt þetta brask í fjármálaheiminum!  Annars bið ég bara kærlega að heilsa öllum og hlakka til að hitta ykkur í desember.  Eins og maður myndi segja á frönsku – gros bisou!

  9. Ragna says:

    Þakka ykkur öllum fyrir heimsóknirnar. Það jafnast ekkert á við að fá góða heimsókn.

Skildu eftir svar