Gerviveröldin í Kína

Mikið varð ég reið þegar ég heyrði fréttina um það að litla stúlkan sem kom fram á opnunarhátíðinni í Peking bærði aðeins varirnar, á meðan stúlkan sem átti söngröddina varð að sitja heima því hún var ekki talin nógu falleg til þess að láta sjá sig. Tennur hennar  þóttu nefnilega of skakkar og hún of búlduleit til þess að falla innn í glansmyndina.
Hugsið ykkur skilaboðin sem litla stúlkan með söngröddina fær. "Þú átt að syngja því þú hefur svo fallega rödd enn þú ert of ljót til þess að fólk geti horft á þig".  Ég verð að segja að ég er alveg urrandi reið.

Fyrst ég er farin að hella úr skálum reiðinnar þá var ég heldur ekki sátt við opnunarhátíðina.. Hún var nú nógu flott og stórkostleg, en ég horfði ekki á hana alla því allt í einu var ég bara alveg komin með upp í kok af öllu þessu prjáli og fannst bara óhugnanlegt hvað það var mikið í þetta lagt. Það mætti gera mikið fyrir alla þessa peninga til hjálpar bágstöddum bæði í Kína og annarsstaðar.

Meðferðin á litlu söngkonunni gerði mig síðan svo reiða að upp úr sauð og ég bara varð að tjá mig um þetta hér. 

En, nú er mál að linni. Ég er búin að hella úr skálum reiðinnar, sólin skín og enn einn fallegur dagur hefur boðið mig velkomna til þátttöku í lífsins dansi. Ég ætla að vera þakklát og njóta hans eins vel og ég get.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Gerviveröldin í Kína

  1. lára einarsd says:

    ostasalat
    ég vildi bara hrósa þér fyrir fínar uppskriftir ég var að leita að ostasalati og datt þá inn á síðuna þína og eins skrifarðu skemmtilega dagbók

  2. Katla says:

    Ég sá reyndar ekki opnunarhátíðina enda ekkert sjónvarp til á mínu heimili, hinsvegar sá ég stúlkurnar á netinu og þær eru bráðfallegar báðar tvær. Þetta eru svo ljót skilaboð til ungmenna um heim allann, það er miður hve mikil útlitsdýrkun á sér stað í veröldinni okkar, meðan það sem skiptir máli er okkar eigið hjartalag.
    Kær kv. frá Kötlu

  3. Svanfríður says:

    Sammála þér-hér í fréttum var haft eftir þeim sem stjórnuðu að stúlkan sem söng væri ímynd kínversks heilbrigðis!!! Bull og vitleysa. Voru svo ekki líka flugeldarnir tölvugerðir að einhverju leyti?Bull og vitleysa og plat.

  4. skil þig…
    Er sama sinnis, og að fá að sjá bak við tjöldin en ljót sjón. Fallegt yfirborð er ekki „my cup of tea“. Kær kveðja í salina.

  5. Ragna says:

    Ekki í sómanum.
    Það virðist öllum brögðum beitt til þess að líta nógu vel út í augum annarra þjóða, sama hve margir heimamenn þurfa að líða fyrir það.
    Æ, það er ljótt að segja það, en eftir að ég las bækurnar Viltir Svanir og Aðeins eitt barn þá hef ég ekki verið sátt við Kína. Auðvitað getur verið að ástandið hafi eitthvað batnað þar frá því þessar bækur voru ritaðar, en það virðist nú samt sem áður ekki vera allt í sómanum í Kína í dag.

Skildu eftir svar