Skilgreining á aldri.

Í tilefni af bloggfærslu Guðbjargar minnar  í dag, þá datt mér í hug saga af henni sjálfri þegar hún hóf nám í 7 ára bekk í Langholstskóla

Við vorum að flytja aftur í gamla hverfið mitt og hún var að byrja í skólanum sem mamma hafði verið í alla sína barnæsku. Það var mikill spenningur að sjá krakkana og sjá hvaða kennara hún fengi.

Bjöllunni var hringt og hver og einn kennari kallaði  upp sína nemendur.  Kennarinn sem kallaði Guðbjörgu til sín reyndist vera gamli barnaskólakennarinn minn hún Sigrún Sigurbergsdóttir. Ég sagði nú ekkert við Guðbjörgu um það fyrr en við vorum komnar út í bíl á leiðinni heim úr skólanum, en þá áttum við eftirfarandi orðaskipti:

"Veistu Guðbjörg mín, að kennarinn sem á að kenna þér kenndi mér líka þegar ég var í Langholtsskóla".

Það kom drjúg þögn – sem ekki gerðist oft þegar dóttir mín átti í hlut því hún var fljót til svars, en loks sagði hún

"Já en mamma, kennarinn sem kenndi þér hlýtur að vera löngu dáinn. "

Svona er nú sikilgreining barna á aldri. Henni fannst mamma eldgömul og kennarinn því löngu kominn til feðra sinna.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Skilgreining á aldri.

  1. Sigurrós says:

    7 árum síðar stóð síðan til að litla systir færi líka í Langholtsskóla og viti menn… gamli kennarinn hennar mömmu og stóru systur átti þá líka að kenna henni! 😉

  2. Rakel says:

    Mesta furða hvað er seigt í þessum kennurum!!

Skildu eftir svar við Sigurrós Hætta við svar