Hvaða skilaboð er verið að senda.

Ég, sem er nú að reyna að lækka blóðþrýstinginn hefði átt að láta það vera að kíkja á Moggann í morgun. Ég var nefnilega svo bálill þegar ég sá blaðið.  Ef ný fréttastefna blaðsins á að fara í þann farveg sem blasti við á baksíðunni í dag þá  hugsa ég alvarlega um að segja upp Mbl eftir margra áratuga áskrift. Mér brá alla vega verulega og trúði varla mínum eigin augum  þegar þegar við mér blasti stór mynd af  tveimur stúlkum að reykja vatnspípu  og  stór fyrirsögn yfir myndinni "Vatnspípur vinsælar" og síðan í fréttinni m.a. "Stemningin felst fyrst og fremst í að reykja saman" . Þetta er nú ekki allt, því inni í blaðinu er ítarleg frásögn og myndir á heilli síðu og m.a. greint frá því hvaðan þetta kemur og hvar megi kaupa dýrðina.

Ég spyr því.  Hvaða skilaboð er verið að senda ungu fólki og hvernig stendur á því að blað eins og Morgunblaðið kemur auglýsingu á þessu tæki á framfæri með þessum hætti?

Þið eruð nú örugglega búin að sjá Moggan í dag.   Hvað finnst ykkur um þetta? 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Hvaða skilaboð er verið að senda.

  1. Svanfríður says:

    Nei ég sá þetta því miður ekki en þykir þetta þó fáránlegt eftir því sem ég las hjá þér.

Skildu eftir svar