Góða helgi.

Þá er kominn föstudagur, svona flýgur tíminn áfram.  Ég er aftur byrjuð að passa litla snúðinn enda orðin mun betri af þessu blóðþrýstingsrugli,  þó það sé stutt í að hann rjúki upp. Nýjustu fréttir af leikskólamálunum eru þær að Guðbjörg fór á hinn leikskólann sem hún sótti um til vara, þar var nafn Ragnars á blaði á borðinu hjá leikskólastjóranum . Hann kemst pottþétt ekki inn í næstu viku en þær vonast til að það verði kannski í vikunni þar á eftir. Svona gengur þetta bara – ekki afsvar heldur gefin óljós von.

Helsta viðfangsefnið í Ásakórnum núna er að venja litla snúð af að vera með bleyju. Það gengur bara rosalega vel og hann er farinn að vera þurr allan tíman sem amma er með hann og örugglega líka þegar amma er farin heim. Amma fær hann ekki til að vera í öðru en nærbuxum að neðanverðu, ekki einu sinni sokkum hvað þá gallabuxum. Með þssu móti er sá stutti nefnilega svo fljótur að hlaupa fram, tosa niður buxurnar, pissa í koppinn og hysja upp um sig aftur. "Geri sjalfur" segir hann,  og amma má ekkert hjálpa.

Við erum svo vinsæl afi og amma, að við erum líka komin með barn á heimilið, en það er nú bara tímabundið. Leonora 7 ára afastelpan hans Hauks er hjá okkur núna. Mamma hennar fór til hjálparstarfs í Palestínu í mánuð og vegna veikinda hjá pabba hennar, þar sem hún átti að vera á meðan, þá er hún hérna hjá okkur.  Afi sér nú alveg um litlu skottu og keyrir hana inn í lLangholtsskóla á morgnana og sækir hana eftir hádegið.  Hún unir sér bara vel en vantar auðvitað vinkonurnar sínar til að leika sér við.

Ég er svo andlaus núna, en þegar ég mundi að ég var enn með fjárans vatnspípumyndirnar á síðunnii minni sá ég að við svo búið mætti ekki standa.  

Nú óska ég okkur öllum góðrar helgar. Njótum þess að vera til og gerum það besta úr aðstæðunum hverju sinni.

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Góða helgi.

  1. Svanfríður says:

    Ranga mín-það er brjálað að gera hjá ykkur skötuhjúum en mikið eiga þau gott að eiga ykkur að því ég býst við að faðmlögin ykkar séu þétt og hlý. Hafðu það gott mín kæra-ertu búin að skoða diskinn?

  2. Katla says:

    Tek undir með Svanfríði – er nokkuð viss um að faðmlögin í þessu koti séu góð og hlý – óska ykkur góðrar helgar: )

  3. þórunn says:

    Það er aldeilis nóg að gera hjá ykkur og ég sem held að ég hafi svo mikið að gera, barnlaus. En svona gengur lífið fyrir sig, lengi hefu þótt gott að eiga skjól hjá afa og ömmu og er þannig enn. Þau eru heppin börnin að eiga ykkur að.
    Nú skreppum við Palli í nokkurra daga ferðalag á morgun, læt svo heyra frá mér fljótlega.
    Bestu kveðjur til ykkar,

    Þórunn

Skildu eftir svar