Nú er að koma að því.

Já í morgun fékk Guðbjörg hringingu frá Leikskóanum Kór og henni tjáð að Ragnar Fannberg gæti byrjað aðlögun. Á morgun mætti hann koma í sína fyrstu heimsókn. Veii hvað við urðum öll hamingjusöm. Nú getur litli snúðurinn hitt önnur börn og leikið sér úti þegar svo viðrar.  Eftir símtalið þá sagði ég honum að hann ætti að fara í Leikskólann Kór á morgun. Þá sagði hann, "nei amma ég fer á Baug sem er þarna "  og benti út um glugggann. Amma varð því að skýra það út fyrir umga herramanninum að það hefði orðið breyting og nú færi hann í Kór, sem væri alveg við skólann sem mamma, Karlotta og Oddur færu í. Hann horfði hugsandi í áttina að skólanum, kinkaði kolli og sagði "Ekki í Baug, bara í Kór" svo bætti hann við "Karlotta var líka í kór" og nú varð amma að skýra út mismuninn á Kór og kór, því það var nú annar kór sem Karlotta var í þó það sé örugglega líka sungið í Leikskólanum Kór.    Síðan urðu samræðurnar ekki lengri að þessu sinni og hann var rokinn inn í herbergi til þess að halda áfram að kubba. Hann á að vera alveg tilbúinn að fara í leikskólann, farinn að nota koppinn sjálfur og sættir sig við að geyma snuðið undir koddanum nema þegar hann lúllar. Hann veit að amma gefur ekkert eftir í þeim efnum og sættir sig því alveg við þetta fyrirkomulag. Hann getur fengið eins mikið knús hjá ömmu og hann óskar eftir en amma vill ekki að gómurinn aflagist við að vera of mikið með þetta snuð.

Eftir næstu helgi ætti litli snúðurinn sem sagt að vera kominn í fullan tíma í Leikskólanum og þá verður nú gaman hjá honum.  Amma ætlar líka að lappa eitthvað upp á heilsuna og kemst vonandi í fyrri rútínu að fara í líkamsræktina og heitu pottana.  

Bjart framundan þó rigningin sé þétt í Kópavoginum í dag.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

6 Responses to Nú er að koma að því.

  1. Sigurrós says:

    Mikið var!
    Loksins kemst blessað barnið inn á leikskóla!
    En skondið samt að hann skyldi strax hafa tengt við kórinn sem Karlotta var í 😉

  2. Ragna says:

    Hann er nú svo ótrúlegur pælari þessi litli herra að ömmu kom þetta ekkert á óvart. Ég vildi að ég hefði verið með upptökutæki þessa daga, svo oft hefur hann komið ömmu á óvart með spurningum sínum.

  3. Katla says:

    Góðar fréttir fyrir nafna þinn – vonandi gengur vel hjá honum í Kór: )
    Hjartans þakkir fyrir bréfið Ragna – smá svar á leiðinni…

  4. Ragna says:

    Gott Katla mín, ég vildi bra vera viss um að það hefði lent á réttum stað.

  5. þórunn says:

    Það er gott að þessi bið tók enda, nóg komið af þessari óvissu, mikið er það gott hvað hann tekur því vel að komast í Kórinn.
    Ég hlakka til þegar við getum farið saman í sundlaugina þína og heitu pottana, sakna þeirra mest af öllu þegar ég er ekki á Íslandi.
    Bestu kveðjur,
    Þórunn

  6. Ragna says:

    Já Þórunn mín. Ég hlakka líka mikið til. Reynum að gera mikið saman.

Skildu eftir svar