Sæludagar í Skyggniskógi.

Tralla,la, Ég komst sem betur fer í vetrarfríið með Ásakórsfjölskyldunni á fimmtudaginn.

Þessar myndir tók ég út um gluggann á leiðinni austur.
Efri myndin er af Hellisheiðarvirkjun, en sú neðri er tekin er við nálguðumst Skyggniskóg
.

reynist08_1.jpg

Eins og sést á myndunum var guðdómlegt veður seinni partinn á fimmtudaginn þegar við Guðbjörg ókum austur ásamt krökkunum. Það var hinsvegar komið myrkur þegar þeir Magnús og Haukur komu eftir að Magnús var búinn að vinna.

Börnin léku við hvern sinn fingur. Hér má t.d. sjá fingrafimi Karlottu sem málaði þessar líka flottu myndir á meðan bræðurnir léku sér í snjónum úti á palli. Oddur snaraði reyndar líka fram listaverki, kannski kíkjum við á það seinna.

reynist08_2.jpg

Svo var Skrabblað, pússlað og farið út að Geysi til að skoða hina túristana.
Ekki má svo gleyma öllum góða matnum sem Guðbjörg töfraði fram. 

reynist08_3.jpg

Amma þakkar fyrir enn eitt vetrarfríið sem hún fær að vera með í. 

Þessari bloggfærslu fylgir stórt KNÚS

 

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

6 Responses to Sæludagar í Skyggniskógi.

  1. Katla says:

    Glöð að heyra þú gast farið með í ferðina, greinilega yndislegur tími hjá ykkur: )
    Myndirnar hennar Karlottu eru æðislegar!

  2. Hulla says:

    🙂
    Frábært að þið fóruð þetta.
    Og fallegar myndir hjá Karlottu, og svo auðvitað þínar 🙂
    Risa knús á ykkur…

  3. Svanfríður says:

    Mikið eru myndirnar fallegar hjá stelpunni. Auðvitað komstu með í vetrafríið-hva!!!:=)

  4. Anna Bj. says:

    Haustfrí.
    Æðislegar myndir, Didda mín, og gaman hjá ykkur að viðhalda þessari hefð.
    Flink að teikna ömmustelpan þín.

  5. Fallegar myndir af glöðu fólki og björtu. Ertu betri? Kær kveðja í bæinn.

  6. Ragna says:

    Takk fyrir kveðjurnar. Já ég er orðin mun betri og hressari, en er samt ekki alveg laus við sterana og fer í rannsókn um miðjan mánuðinn. Fæ vonandi ekki aftur svona rugling á blóðþrýsting og púls aftur í bráð.

Skildu eftir svar