Skortur á munaði?

Þessi risafyrirsögn var í Mbl. á þriðjudaginn og einhverra hluta vegna varð ég reið. 
Ef það er aðeins skortur á munaði sem við þurfum að hafa áhyggjur af þá þurfum við hreint ekki að hafa neinar áhyggjur.  Mér, sem er líklega bara gamall nöldurseggur,  finnst persónulega allt í lagi þó vöruúrvalið minnki í búðunum.  Óhófið og allt munaðarbrjálæðið hefur nefnilega ekki gert okkur neitt gott – öðru nær.  Það er vel hægt að gera vel við sig og sína í mat og drykk þó að uppskriftirnar innihaldi ekki fjöldan allan af einhverju með rosalega flottum nöfnum – oftast útlendum, sem maður hefur ekki einu sinni hugmynd um hvað er og getur svo dæmalaust vel veri án.

Nei, Skort á munaði skulum við ekki hafa áhyggjur af.  Nú þurfum við að fara að hugsa upp á nýtt og fara aðeins afturábak í tíma.  Ég man þá tíma í fyrri þrengingum hjá þóðinni að allir voru hvattir til þess að kaupa íslenskt og styðja íslenskan iðnað. Stígum nú til baka og tökum upp eitthvað af gömlu uppskriftunum okkar.  Látum okkur nægja allt góða íslenska hráefnið sem við eigum völ á. Nú getum við t.d. keypt íslenskt grænmeti stóran hluta ársins.  Við eigum besta lambakjöt í heimi og fleira gott,  svo við þurfum ekkert á að halda innfluttu kengúrukjöti, fasönum, froskalöppum eða hvað þetta heitir nú allt saman sem maður skoðar í forundran í kæliborðum búðanna.

Reynum nú Íslendingar að verða eins sjálfbær og mögulegt er og sýnum sóma okkar í að styðja við íslenska framleiðslu og spara þannig gjaldeyri  um leið og við  stuðlum að því að fleiri hafi vinnu.

—————————-

Mikið er nú gott að skrifa sig frá því þegar maður verður reiður. Nú ætla ég reyndar að leyfa mér þann munað að fá mér kaffibolla. – Verst að við ræktum ekki kaffibaunirnar sjálf, en ef við eigum þess ekki lengur kost að kaupa kaffi þá er gott að vita að við getum búið til te úr blóðbergi – og það vex sko á Íslandi. 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Skortur á munaði?

  1. Eins og talað úr mínu hjarta: Kær kveðja.

  2. Rut says:

    Elsku Didda mín,
    Þetta er einmitt málið, maður verður öskureiður yfir svona fréttum, því ég held að fólk sé almennt að taka á þessu af mikilli skynsemi.
    Ekki laust við að maður skammist sín fyrir þá hugsun að þetta sé pínulítið mátulegt á okkur eftir allt bruðlið!!!
    En… við erum ekki STÓRASTA land í heimi fyrir ekki neitt… rísum hátt og föllum langt… stöndum svo upp aftur sterkari en áður!
    Ég trúi því allavega!!!
    Kv. Rut

  3. þórunn says:

    Það hefur orðið mikil breyting á högum fólks síðasta mánuð, þess vegna eru þínar hugmyndir góðar, að kaupa íslenskt og draga úr notkun á þeim vörum sem hægt er að vera án, það er svo sannarlega hægt að láta sér líða vel með einfaldari matargerð og lífsstíl en tíðkast hefur á undanförnum árum. Eigðu góða helgi og skilaðu kveðju til Hauks frá okkur Palla,
    Þórunn

  4. Hulla says:

    Heyr, heyr…

    Risa knús og kossar á ykkur!

Skildu eftir svar við Hulla Hætta við svar