Bara þessir venjulegu dagar – samt svo góðir.

Tíminn flýgur áfram eins og hann er vanur og maður svona rétt nær að hanga einhversstaðar í honum. Já það er svona með tímann að þrátt fyrir allar heimsins klukkur, þá fer hann ýmist of hægt eða hratt eftir atvikum. Þegar ég var barn þá hlakkaði ég svo til að verða fullorðin, en tíminn leið bara svooooo hægt. Svo snerist þetta alveg við þegar fullorðinsaldrinum var náð og eftir því sem aldurinn hækkar þá flýgur tíminn hraðar og hraðar, jafnvel svo að stundum hefur maður nú áhyggjur af.  Skýringin hennar Pollýönnu væri auðvitað sú, að þetta merkti að það sé svo skemmtilegt að vera til,  því ef manni leiddist þá hlyti tíminn að silast áfram.  Ég tek þessa skýringu gilda og ekki vildi ég skipta á því að hver dagur líði hratt af því það sé svo gaman, eða að dagurinn ætli bara aldrei að verða að kveldi kominn af því það sé svo leiðinlegt. Læt ég nú þessum sálfræðipælingum lokið enda hef ég engan tíma til þess að vera að velta þessu meira fyrir mér.

það heldur áfram þessi einmuna veðurblíða sem lyftir sálinni í hæstu hæðir dag eftir dag. kvöldin eru líka svo fögur að það kemur vart það kvöld að ég spretti ekki upp og sæki myndavélina mína og fari út á svalir eða bara út að glugga og taki myndir.  Ég sagði nú við Hauk eitt kvöldið " Hvaða rugl er þetta í mér að vera að taka eins myndir kvöld eftir kvöld".  Málið er bara að þær eru alls ekki eins þó sjónarhornið sé það sama. 

Hér sjáum við t.d. hvað Snæfellsnesið og jökullinn eru skýr á þessari mynd.

 solarlag080.jpg

Svo er þessi mynd allt öðru vísi og nú er enginn jökull sjáanlegur.

solarlag082.jpg 

 Síðan er allt annað skýjafar á þessari.

solarlag081.jpg

Ég ætla nú ekki að setja fleiri sólarlagsmyndir hérna inn, en það heillar mig alveg upp úr skónum að fylgjast með þessu sjónarspili náttúrunnar á hverju kvöldi.

Fréttir? Ja það eru nú svo sem engar sérstakar fréttir bara allt í þessu fína – alla vega svo lengi sem maður hefur ekki kveikt á neinum fjölmiðlum.

Bókin  mín góða um hamingjuna sendir okkur með þetta inn í helgina.

Þeir sem þekkja fegurðina
geta fundið hamingjuna
hvenær sem er og hvar sem er.

Góða helgi !

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Bara þessir venjulegu dagar – samt svo góðir.

  1. Fallegar myndir. Er að vinna í lærdómnum og sýni þá rósamyndir! Njóttu útsýnisins og helgarinnar með kærri kveðju.

  2. þórunn says:

    Rósrauð ský
    Sæl Ragna mín, þér er alveg óhætt að setja inn fleiri sólarlagsmyndir eins og þú segir þær eru aldrei eins, skýjafarið er svo misjafnt eins og sést á fallegu myndunum þínum. Það er ekki amalegt að hafa svona listaverk fyrir augunum kvöld eftir kvöld. Austurkot sný þannig að ég verð að príla upp tröppurnar á háaloftið til að njóta sólsetursins, ég hugsa að ég fái mér lyftu þangað þegar ég hætti að geta gengið tröppurnar. Kær kveðja til ykkar Hauks frá mér og frænda hanns.

  3. Svanfríður says:

    Fallegar myndir hjá þér Ragna mín.

Skildu eftir svar