Lofa bót og betrun.

Mikið finnst mér leiðinlegt hvað ég er að svíkja sjálfa mig með því að færa ekki dagbókina mína reglulega. Þegar ég er orðin gömul – já miklu eldri en ég er í dag, og fer að lesa dagbókina mína til þess að upplifa aftur liðna atburði,  þá á ég eftir að velta því fyrir mér hvað ég var að gera á þessum löngu tímabilum á árinu 2010 sem ég hef ekki gefið mér tíma til þess að pára nokkrar línur í dagbókina.

Ég bara verð að bæta úr þessu, þó ég geri það reyndar ekki í dag, því nú er ég að fara og drekka afmæliskaffi með Oddi Vilberg ömmustubbnum mínum. það verður mjög rólegt að þessu sinni bara fjölskyldan. Hann fær hins vegar 22 stráka til sín seinni partinn á morgun og þá verður nóg fyrir mömmu hans að gera, sem kemur heim í fjörið frá því að taka á móti skólabörnunum fyrsta skóladaginn.

Ég lofa sjálfri mér bót og betrun – vonandi sem fyrst.

Bless í bili.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Lofa bót og betrun.

  1. Heil og sæl Ragna mín. Nú förum við að láta til okkar taka í skrifunum. Kærust í bæinn.

Skildu eftir svar