Hlakka til.

Mikið hlakka ég til þegar ég get farið að skrifa um eitthvað verulega skemmtilegt hérna.  Það er ennþá allt við það sama hvað mitt heilsufr varðar, en í næstu viku fer ég í svakalega úthreinsun og svo í ristilspeglun daginn eftir og þá ætti að koma í ljós af hverju ristillinn er svona í algjöru verkfalli sama hvaða meðulum er beitt.
Ég er orðin svo leið á að hanga hérna heima, að ég ætla að skreppa í saumó til hennar Önnu sem býr hérna í næstu götu við mig. Ég  þarf því ekki annað en rölta niður tröppurnar sem skilur göturnar að og get þá verið snögg að koma mér heim aftur ef eitthvað er.

Man einhver vísuna um hvernig sumarið á að vera eftir því hvernig viðrar á þorra og góu. Mig minnir að ein hendingin sé svo: …. þeysin góa og þá mun vel vora. Ég kunni nú lengi þessa vísu en einhvernveginn hefur hún þurrkast út úr minninu – eins og margt annað.

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar