Afmælin í maí.

Í dag 4. maí er þrefaldur afmælisdagur í fjölskyldunni. 

Fyrsta 4.maí afmælið var afmæli Eddu systur minnar, en seinna, þegar ég var nýorðin 16 ára, þá eignaðist ég kærasta, sem síðar varð eiginmaður minn og faðir dætranna minna, en svo vildi til að hann átti líka afmæli 4. maí. Blessuð sé minning hans.  
Svo eignaðist systir mín tengdason sem einnig á afmæli 4. maí og má því segja að það hafi verið þríheilagt yfir þessum degi. 

Maí er svona eins og mars mánuður hjá mér, þegar barnabörnin mín flest og Guðbjörg eiga afmæli.  Í viðbót við þessi þrju afmæli sem ég nefndi, þá á maður Eddu systur minnar afmæli þann 8. maí og einnig Hugljúf hans Hauks.  Síðan á sonur þessarar sömu systur minnar afmæli 10. maí, Haukur er svo þann 12. maí og móðir mín var fædd 19. maí. Ég man alla vega ekki eftir fleirum, en þetta er nú nokkuð. 

Þessum afmælum verður fagnað á ýmsan máta og segi ég kannski frá því síðar, en ég óska afmælisbörnunum Eddu og Birgi tengdasyni hennar til hamingju með daginn í dag.  

————————-

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Afmælin í maí.

  1. Ég gratulera mín kæra, og takk fyrir fallegar kveðjur. Bestu kveðjur

  2. þórunn says:

    Afmæli
    Það er sérstök tilviljun þegar svona mörg afmæli eru í sömu fjölskyldunni í sama mánuði, og á sömu dögum.
    Það verður aldeilis fjör hjá ykkur og spennandi að heyra hvernig haldið verður uppá dagana.

Skildu eftir svar