Annar kafli í Spánarferð.

Dagskráin hjá okkiur var þannig að við byrjuðum hvern dag á því að fara í göngutúr strax eftir morgunmatinn og komum ekki heim fyrr en í hádegismatinn sem var klukkan eitt.  Það var svo einstaklega skemmtilegt í þessum morgungöngum okkar því við tókum fyrir nýja leið á hverjum degi og sáum því alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt.  Við vorum tvisvar á Benidorm hérna á fyrstu árunum okkar og þá var það bara hótelið sem var við ströndina, síðan lágum við í sólbaði og fórum í sjóinn til þess að  kæla okkur og svo var dansað á kvöldin.  Þetta var toppurinn þá, en nú erum við komin yfir þetta og leggjum mun meiri áherslu á að skoða okkur vel um og helst að komast út úr túrismanum og sjá hvernig er þar sem íbúarnir sjálfir búa. 

Á myndinni hér fyrir neðan erum við enn að kanna næsta nágrennið. Á efri myndinni erum við fyrir framan andyrið á hótelinu, en það var breiður tvöfaldur göngustígur meðfram hótelinu og að næstu þvergötu, en þar breyttist stígurinn í venjulegagötu með gangstétt og lá niður að ströndinni, svona 5 mínútna gangur þangað.
Á neðri myndinni erum við í austurhluta Benidorm og horfum yfir baðströndina.

 

benidorm3.jpg 

Svo Á næstu myndum erum við komin út úr túrismanum og komin nánast í sveitaumhverfi því þar voru bara stöku hús með stórum lóðum og oft mátti sjá hesta bundna eða jafnvel asna, eins og við sáum þegar við römbuðum á Waldorf skólann. Þetta var á laugardagsmorgni og við sáum að það var eitthvað um að vera þarna svo við  gengum þangað heim. Við hittum fólk þarna fyrir utan, sem talaði sem betur fer ensku, svo ég gat spurt hvað þarna væri um að vera. Þá var okkur sagt að þetta væri Waldorf skóli og það væri verið að undirbúa vorhátið sem ætti að byrja klukkan hálf tólf með tónleikum. Okkur væri velkomið að vera með og borða svo með þeim í hádeginu.  Hauki leist nú ekkert á það svo við kvöddum bara og héldum áfram göngu okkar.   Ég mátti til með að smella eini mynd af asnagreyinu sem stóð þarna bundinn og annarri af húsinu.  þriðja myndin er svo af hliði við eitt húsið sem við gengum framá, en blómin við hliðið voru svo rosalega falleg. 

  benidorm5.jpg

Svona liðu nú morgnarnir hjá okkur. Við fundum heilmikið Campingsvæði einn morguninn og annan morgun vorum við komin í hæstu hæðir, alveg upp að Aqua landi og þar uppi í hæðunum var líka fullt af einbýlis- og raðhúsum, en það var mikil tilbreyting að skoða ekki bara þessa rosalega háu hótelturna. 

Ég læt þetta duga fyrir II. hluta ferðarinnar og ætla að setja stóru fjallaferðina okkar inn með myndum næst. 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Annar kafli í Spánarferð.

  1. Þið hefðuð betur fengið ykkur snarl með skólanum! Fóru þið upp í fjöllin þar sem stóra veitan er? Kærust í bæinn.

  2. Ragna says:

    Já ég veit að það hefði verið gaman að stoppa þarna hjá þeim í Waldorfskólanum. Þeim fannst það svo sjálfsagt. Við fórum ekki að stóru veitunni.

  3. þórunn says:

    Svona þroskast maður og breytist með árunum, það er svo gott að hjakka ekki alltaf í sama farinu. Þetta hefur verið góð ferð hjá ykkur, ég hef komið einu sini til Benedorm, keyrði í gegnum bæinn eða hvað á að kalla það, var sem betur fer farþegi hjá öðrum annars væri ég ekki komin heim ennþá.

  4. Katla says:

    Hlakka til að sjá myndir úr fjallaferðinni!

Skildu eftir svar