Dagsferðin með Ísal, eins og ég kýs að kalla það.

Enn á ný urðum við þess aðnjótandi að fara í dagsferðina sem Ísal býður þeim starfsmönnum, sem hættir eru störfum vegna aldurs og mökum þeirra.

Að venju var fyrst boðið í flottan morgunverð í mötuneytinu í Straumsvík. Hópurinn stækkar ár frá ári og fyllti nú nánast alveg matsalinn enda 180 manns sem mættu að þessu sinni. 

Úti biðu fjórar stórar rútur með  fararstjóra og eftir morgunverðinn var haldið með hópinn til Þingvalla þar sem stoppað var í þjónustumiðstöðinni og boðið upp á kaffi, kleinur og annað góðgæti. Þarna gafst fólki kostur á að rabba saman og rifja upp gamlan tíma.  Ég náði meira að segja tali af konu sem var á Patreksfirði þegar ég var þar unglingur, ásamt vinkonu minni, en við vorum að vinna þar í fiski eitt sumar.
Ferðin okkar hélt svo áfram og var ekið inn á Gafningsleiðina nóts við  Úlfljótsvatn og síðan Nesjavallaleiðin í bæinn, en það var þó langt frá því að ferðinni lyki þar með, því nú var 

isalferd2011.jpg 

ekið að nýja tónlistarhúsinu Hörpu þar sem kynningarfulltrúi beið eftir hópnum og nú var okkur sagt allt það markverðasta við byggingu hússins og notkunarmöguleika þess og síðan fengum við að skoða salina og setjast inn í Eldborgina. Að lokum var svo boðið upp á þriggja rétta málsverð í Norðurljósasalnum, þar sem Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson skemmtu gestunum, fyrst með dinnertónlist á píanóið og síðan söng Raggi Bjarna bæði fyrir okkur og með okkur.  Að lokum var svo ekið aftur í Straumsvík, en þangað var komið eitthvað um hálf fjögur. 

Þessar ferðir eru alltaf jafn skemmtilegar og ekki skorið við nögl þó um sé að ræða starfsmenn sem hafa lokið sínum starfsferði hjá fyrirtækinu. Í þessar ferðir er starfsmönnum boðið á meðan þeir standa uppi og hafa heilsu til og alltaf fer Rannveig með sjálf. 

Ég þakka hjartanlega fyrir mig. Mér finnst þetta alveg einstakt framtak, en líklega hef ég nú sagt það hér á hverju ári eftir að við höfum komið heim úr slíkum ferðum.  

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Dagsferðin með Ísal, eins og ég kýs að kalla það.

  1. Katla says:

    Mér finnst jafn gaman að lesa um Ísal-ferðina á hverju ári, svo haltu bara áfram að skrifa um hana. Hef aldrei heyrt um neitt þessu líkt áður og fyrirtækið á greinilega hrós skilið.

  2. Gott að heyra að þið skemmtuð ykkur vel. Var að detta í tölvugírinn! kærust í kotið.

Skildu eftir svar