GLEÐILEGA PÁSKA

Ég var nú ákveðin í því að fara í messu í gærmorgun en þegar ég fór að athuga þá var bara engin messa. Þess í stað var lesið úr passíusálmunum allan daginn í kirkjunni.  Eftir hádegið rölti ég yfir til Eddu en þau voru þá að koma úr löngum göngutúr. Ég stoppaði nú ekki lengi. Ég var svo eitthvað að rangla hérna heima þangað til ég settist við tölvuna og sló inn nokkra daga úr skipsdagbókinni hennar Dússýar minnar. Það er bara synd hvað maður getur verið stutt að þessu í einu Lesningin er svo skemmtileg  að það er erfitt að hætta þegar maður byrjar. Ég gleymdi mér t.d. alveg í þessu í gær og svo get ég varla snúið höfðinu í dag.


Haukur er á leiðinni austur eftir að hafa verið plataður á aukavakt í dag. Fínt að fá félagsskapinn. Ég er svo góðu vön af því Guðbjörg er svo mikið heima og kíkir þá til mömmu. Það er hinsvegar svoldið skrítið að vera hérna þegar hún og barnabörnin eru ekki heima, Sigurrós og Jói í bænum og Haukur að vinna sína 5 – 6 daga. Auðvitað hefur maður nóg að stússa en mikið er nú satt í því að maður sé manns gaman.  Guðbjörg & Co koma svo í mat annað kvöld þegar þau koma að norðan.


Ég ætla ekki að vera meira við tölvuna í bili og segi því


GLEÐILEGA PÁSKA


 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to GLEÐILEGA PÁSKA

  1. Sigurrós says:

    Skipsbókin
    Það var ótrúlega gaman að fá að lesa þessar blaðsíður sem þú ert búin að setja inn. Ég hlakka mikið til að fá að lesa restina.

Skildu eftir svar