Gott fyrir gróðurinn.

Alltaf verður maður að vera í Pollýönnuleiknum. Í dag vorum við búin að ákveða að slá og snyrta í kringum okkur og vinna ýmislegt í garðinum. Það er hinsvegar búið að rigna hvílíkt í dag að slíkt var óhugsandi. Þá bara varð maður að sjá það og viðurkenna að það er svo afskaplega hressandi fyrir gróðurinn að fá svona mikla rigningu. Ég er hinsvegar ekki viss um að ég verði tilbúin að vera í Pollýönnuleiknum ef það verður ekki hægt að slá fyrir fimmtudaginn því þá á ég von á saumaklúbbnum mínum og Kollu sem er að koma í heimsókn frá Ameríku og auðvitað vill maður að allt sé hreint og fínt utan dyra sem innan. En, ég ætla alla vega að leyfa mér að vera bjartsýn og trúa því sem ég sá í veðurspánni í kvöld, að það eigi að vera þurrt á morgun. Þú rétt ræður því Siggi stormur ef þú svíkur mig.


 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Gott fyrir gróðurinn.

  1. afi says:

    Auðvitað styttir upp, það gerir það alltaf, þótt síðar verði.

Skildu eftir svar