Ég var svo sannarlega ekki svikin af veðrinu í dag. Það var aðeins blautt grasið í morgun svo það var ekki hægt að byrja á slættinum og við byrjuðum því á að skreppa niður á Stokkseyri og kaupa nokkrar plöntur og síðan skellti Haukur sér í að slá og snyrta. Ég var svona aðeins að stússa eitthvað í kringum hann.


Það er bara eins og veröldin breyti um lit þegar það koma svona góðir dagar. Það eru allir eitthvað að dytta að hjá sér og fólk rabbar saman um lífið og tilveruna. Við borðuðum svo kvöldmatinn hérna úti á pallinum í sólarblíðunni. Nú vonast ég til að morgundagurinn verði góður líka svo við vinkonurnar úr saumaklúbbnum getum kannski bara grillað, en ef svo verður ekki snúum við okkur bara að aðgerð B.


 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar