Saumaklúbbskvöld.

Mikið hefur þetta verið góður dagur. Veðrið alveg einstaklega gott, svona dagur sem maður kemur varla í hús. Ég var komin út snemma í morgun og þvoði utan alla gluggana. Ég kíkti á hitamælinn um ellefuleytið og þá var 18 stiga hiti í forsælu. Ég borðaði auðvitað hádegissnarlið úti og réði eina krossgátu sem ég fann í laugardagsmogga frá því við vorum í fríinu. Ég ætlaði ekki að tíma að slíta mig frá því að vera úti, en ég átti pantaða klippingu svo það var ekki um annað að ræða en drífa sig í það. Svo tók við undirbúningur fyrir kvöldið.


Já, nú erum við búnar að hittast „stelpurnar“ í saumaklúbbnum. Við erum ekki vanar að hittast svona seint á vorin en tilefnið var að Kolla sem býr í Bandaríkjunum dreif sig í Íslandsferð og þá varð klúbburinn auðvitað að koma saman. Edda Garðars kom fyrst og hjálpaði mér með undirbúninginn og við skruppum aðeins til Guðbjargar og síðan komu hinar gellurnar brunandi í matinn.  Við áttum mjög skemmtilegt kvöld saman. Myndirnar eru nú ekkert sérstaklega góðar því blessuð sólin var svoldið að hrekkja okkur en þær verða að duga þangað til ég kemst í myndirnar hennar Kollu sem ég vona að séu betri.


Nú er ég sem sagt búin að koma myndunum inn í albúmið í tölvunni og er orðin nokkuð framlág þar sem klukkan er orðin óheyrilega margt og því réttast að koma sér í rúmið.  Set ég því punktinn hér.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Saumaklúbbskvöld.

  1. afi says:

    Þú stendur þig betur en afi með gluggaþvottinn. Það er langt síðan að það stóð til hjá afa. En undirbuningur brúðkaups hefur verið afsökunin hjá gráskegg.
    Nú skal bretta upp ermar og skvetta á rúðurnar.

Skildu eftir svar