Ekkert blogg í góða veðrinu.

Mikið er veðrið búið að vera ótrúlega gott. Við Haukur höfum bara ekki komið í hús. Við höfum nú byrjað dagana á því að fara í langan göngutúr út í sveit en það ég kalla það þegar maður fer gömlu göturnar sunnan við bæinn. Það er svo yndislegt að ganga þar, engin umferð en mikill fuglasöngur.  Við höfum hagað líkamsræktinni þannig að við göngum á morgnanna en hjólum á kvöldin því það er bara ekki hægt að setjast og horfa á sjónvarp þegar veðurblíðan er svona mikil. Og vitanlega höfum við borðað allar máltíðir úti á palli. Svo má ég til með að monta mig af því að við erum búin að gera garðinn svo fínan.


Nú hef ég bara áhyggjur af því að vera búin að láta Hauk atast allt fríið sitt. Hann fór beint með mér í garðvinnuna þegar hann kom austur, þ.e.a.s. hann púlar og ég svona skoppa eitthvað í kring og skipa fyrir.


Á morgun er ánægjulegur dagur en þá er Jói hennar Sigurrósar að útskrifast sem tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Til hamingju Jói minn.


Ég læt þetta nú duga í þetta sinn en ég var bara að nota tímann á meðan Haukur skrapp í sturtu.  Við erum svo að fara hjólandi út á Kentucky fried og fá okkur snæðing þar með „túristunum“ Við gleymdum okkur nefnilega í garðvinnunni og nú er klukkan orðin átta og við nennum ekki að fara að stússa í mat. Það er ágætt að vera kærulaus svona öðru hvoru. Ég helf heldur aldrei prófað það fyrr að fara á hjóli þegar mér er boðið út að borða 🙂


 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Ekkert blogg í góða veðrinu.

  1. afi says:

    Það nennir enginn að vera kærulaus fyrir mann, maður verður að standa í því sjálfur. Er þa´nú.

Skildu eftir svar