Til hamingju Sælukot!

Ég fékk hringingu áðan og þegar ég svaraði þá var mér sagt að hlusta. Ég heyrði vatnsnið. Þar sem ég þekkti röddina og vissi hvað var í gangi þá jafnaðist þessi vatnsniður ekki á við nokkurn annan slíkan. Það var sem sagt verið að ljúka við að ganga varanlega frá vatnsmálunum í Sælukoti. 
Þar sem við höfum ekki haft rafmagn fyrr en nýverið  þá höfum við notast við dælu sem tengdist rafgeymi og  þetta vildi aldrei vera alveg til friðs. Nú er sem sagt komið rafmagn, góðu heilli og búið að byggja þetta líka fína dæluhús og þar er komin ný rafmagnsdæla svo nú er aldeilis hægt að sulla. Ég verð nú að játa að ég gekk árum saman fremst í flokki að vilja ekki rafmagn í bústaðinn, var engu betri en nöldrararnir á Austurvelli. Helstu rökin voru þau að með rafmagni kæmi sjónvarp, video, tölvur og fleira sem mér finnst alls ekki eiga heima í sumarbústöðum þó ég vilji ekki vera án slíks heima hjá mér. Við gerðum samkomulag um það að ef einhver vildi vera með sjónvarp þá kæmi hann með það með sér og tæki með sér aftur heim.


Já, sem betur fer hef ég látið af afturhalds hugsunarhættinum og fagna þessum framkvæmdum.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Til hamingju Sælukot!

  1. Sigurrós says:

    Aðeins of seint… 😉
    Við virðumst hafa rétt náð í skottið á vesenisskeiðinu 😉 Útlendingarnir okkar verða bara að koma aftur seinna og prófa nýja lúxusinn eftir að hafa upplifað gömlu tímana núna fyrir helgi 🙂

Skildu eftir svar