Hitabylgja.

Alltaf upplifir maður nú eitthvað nýtt í lífinu. Hitinn fór í dag í 27 gráður í forsælu.


Það var samt svo merkilegt að af því það var ekki sól þá var fólk meira og minna kappklætt alla vega framan af degi.  Ég fór sjálf hjólandi til Guðbjargar og var bæði í bol og jakka. Ég sá nefnilega að Það var  smá vindur og auðvitað fer maður í eitthvað meira þegar maður hjólar með vindinn á móti. Nema hvað ég tók eftir því á leiðinni hvað vindurinn var heitur en þá var of seint að sjá að bikini hefði verið heppilegra. Á morgun er svo spáð bæði hita og sól.


Já hvern hefði nú grunað að  -Svona yrði Ísland í dag-.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar