Í kaupstaðinn og síðan heim að hjóla.

Í dag þurfti Haukur að fara í bæinn svo ég dreif mig með og lét verða af því að fara í klippingu og strípur hjá hárgreiðslukonunni minni í Reykjavík. Það er eitthvað með tannlækna og hárgreiðslukonur að það er einhvernveginn ekki hægt að skipta þeim út fyrir nýja svo ég læt mig nú hafa það að fara til Reykjavíkur í slíka þjónustu. Ég var mjög ánægð með útkomuna í dag þó það tæki mig yfir tvo klukkutíma.  Við skruppum svo á Conditori Copenhagen á Suðurlandsbrautinni og fengum okkur kaffi og kökur, nammi, namm. síðan skrapp ég aðeins í Tískuval og hitti bæði Ingunni og Símon. Við skruppum svo aðeins til Bjarna bróður Hauks og Margrétar og drifum okkur svo austur. Það er yndislegt veður og við erum búin að fara út og hjóla heilmikið í kvöld. Það er bara ekki hægt að binda sig yfir sjónvarpinu þegar veðrið er svona gott.


Nú er bara að drífa sig í rúmið með „Staying at Daisy´s“, sem Sigurrós lánaði mér. Það er svo fínt að fá lánaðar þessar frábæru „pocket“bækur sem hún á.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar