Tilþrif í dag.

Ég ákvað þegar ég vaknaði í morgun og úti var rigning, að láta nú verða af því að gera góða hreingerningu hjá mér. Ég var búin að því upp úr hádegi. Haukur var að gera upp gömlu mylluna sem mamma og pabbi áttu en við ætlum að setja hana í garðinn.  Haukur dreif sig síðan í að baka pönnukökur á meðan ég skrapp út að versla. Svo var kallað í Guðbjörgu, Karlottu og Odd í pönnukökukaffi.


Ingunn mágkona í Ameríku hringdi í mig. Hún var nú helmingi duglegri en ég því klukkan var átta að morgni hjá henni og hún var búin að fara í langan göngutúr. Hún er í óða önn að pakka öllu niður fyrir flutninginn upp til Bellingham. Nýja húsið þeirra er að verða tilbúið.


Ég hef svo sem ekkert meira að segja í þetta sinn. Sumir dagar eru bara ekki merkilegri en si svona.


 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Tilþrif í dag.

  1. Sigurrós says:

    Myllan góða
    Frábært að þið séuð að gera upp gömlu mylluna! Mikið hlakka ég til að sjá hana fína og fallega í garðinum í Sóltúninu 🙂

Skildu eftir svar