Heimadútl í dag.

Það hefur svo sem ekkert markvert gerst í dag. Haukur hélt áfram að laga gömlu mylluna sem er líklega orðin vel rúmlega þrítug. Nú er hún orðin svakalega fín. Það var því ekki um annað að ræða en fara og finna grjót til þess að búa til smá steinbeð en efst í því er meiningin að myllan fái samastað hérna fyrir framan húsið. Nú er bara spurningin hvort við verðum að steypa pallinn sem hún festist á eitthvað niður. það eru allir svo hræddir um að henni verði rænt. Ég trúi því ekki að það muni gerast. Ég hef séð alls konar flotta blómálfa og fínerí í görðum hérna og ég get ekki séð annað en þetta fái að vera í friði. Reyndar kom auglýsing frá lögreglunni hérna í fyrrasunar eftir eina helgina. Þar var fólk sem sakanði álfa úr görðunum sínum beðið um að sækja þá á Lögreglustöðina. Við héldum auðvitað að álfagreyin hefðu bara verið að gera sér smá dagamun og löggan nappað þá 🙂  En ég er nú samt að hugsa um að treysta náunganum og setja mylluna út. Ekki puntar hún upp með því að standa lokuð inni í bílskúr.


Oddur litli var hjá okkur smátíma í dag. Ég get ekki að því gert að láta mér stundum detta í hug annar ljóshærður hnokki nefnilega Emil í Kattholti.  Ég kalla a.m.k. ótrúlega oft  O d d u r  þegar hann er að prakkarast hérna í kring um mig.  Það er aldrei að vita nema „smíðakofi“ verði næsta verkefni hérna í Sóltúninu. En samt, það er ekki hægt að vera reiður þegar brosandi andlit með stórum augum horfir á mann, og segist elska ömmu.


Meira á morgun


 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar