Laumufarþeginn.

Ég skrapp til Reykjavíkur í dag. Nánar tiltekið fór ég til hans Jakobs sjúkraþjálfarans sem ég hef verið hjá meira og minna í nærri 20 ár. Það er þess virði að keyra til Reykjavíkur öðru hvoru til að láta hann losa um stirða liði og fá frábæru nálastungurnar hjá honum. Ég kom svo heim með laumufarþega. Já, Sigurrós ákvað að skella sér bara austur með mér og svo sækir Jói hana á morgun. Hún kom með allar græjur til þess að skanna inn myndir fyrir mig til að setja hérna á vefsíðuna mína.


Veðrið var bara svo svakalega gott þegar við komum austur að það var tekið út af dagskrá að skanna inn myndir að svo stöddu  en fara heldur í sólbað. Við grilluðum svo fína steik sem við borðuðum úti á palli og fengum rauðvín með. Sigurrós er nú ekki hérna á hverjum degi svo það er sjálfsagt að gera sér dagamun.  Við Haukur skruppum svo í kvöldkaffi niður á Stokkseyri til Hullu og Eika. 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar