Tölvuósætti.

Ég og tölvan mín höfum verið upp á kant hvor við aðra síðustu daga. ADSLið alltaf að detta út og póstforritið fór í rúst. Allt út af E-maili sem ég fékk í vikunniog hélt að væri frá einni, sem ekki gat komið þegar vinkonurnar úr vinnunni komu hérna um daginn, en pósturinn var með hennar nafni sem sendanda svo ég opnaði hann en þar var bara eitthvert viðhengi sem ég var svo vitlaus að reyna að opna.
Á næstu dögum fór tölvan mín nánast í rúst því þarna hef ég opnað tölvuvírus sem er svo skæður að honum tókst að sýkja alla tölvuna hjá mér. Þessi vinkona mín hefur ekki sent mér þetta sjálf heldur hefur ormurinn sent sig sjálfur. Manni minn, ég er nú svo vitlaus í þessum tölvumálum að ég get ekki útskýrt þetta neitt nánar, en vírusinn skæði heitir Win32:Beagle-AS [wrm].
Ég hef aldrei lent í þessu áður enda er Jói búinn að leggja mér hvílíkt lífsreglurnar um hvað ég eigi að forðast að opna. Þetta kom mér hinsvegar alveg í oppna skjöldu. Ég segi nú bara að sem betur fer var þetta ekkert sem ég áframsendi enda hef ég ekki getað notað póstforritið neitt.
Það er búið að hreinsa út allan vírus núna þannig að það á enginn að þurfa að vera hræddur við póst frá mér.


Ég bý nú svo vel að eiga tvo tengdasyni sem báðir eru tölvu“kallar“ og báðir tilbúnir að gera allt fyrir mig. Jói er nú vanur að redda mér en hann er lengra í burtu núna og það var greinilegt að það var eitthvað mikið að, sem ekki var hægt að laga í gegnum síma. Magnús kom hinsvegar í gær og eyddi öllum laugardagseftirmiðdeginum, kvöldinu og kom svo aftur og var í allan dag að hreinsa út kerfið, skipta um modem, setja nýtt póstforrit og eldveggi og ég veit ekki hvað.
Eitthvað á líklega eftir að slípa þetta meira til því ég fæ póst en get ekki sent 🙁 Kannski er ókunnugleika mínum í nýju umhverfi eitthvað um að kenna.  


Ég þakka bara rosalega vel fyrir alla hjálpina. Það sannast sem sagt er að „það er gott að eiga góða að“.


Jæja, best að koma sér bara í bólið og hætta að vera með þessi tölvumál á heilanum.


 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Tölvuósætti.

  1. Jói says:

    Mig grunar
    af hverju þú getur ekki sent (smá stillingaratriði). Heyrðu í mér á MSN við tækifæri.

  2. Anna Sigga says:

    Hvimleiðir þessir vírusar!
    …en gott að eiga góða tengdasyni í bransanum. Farðu vel með þig. Kveðja, Anna Sigga

  3. Ragna says:

    TAKK
    Já það var ekki ofsögum sagt að tengdasynirnir halda báðir utanum mig. Ég sá skilaboðin frá Jóa um að hafa samband og hann lagaði restina í gegnum MSN.
    Elsku strákarnir mínir TAKK FYRIR MIG.

  4. afi says:

    Það eru orð að sönnu: Gott er að eiga góða að.

Skildu eftir svar