Jólakort/Minningar

Það er alltaf einstök tilfinning sem fylgir því að skrifa á jólakortin og jólabréfin. Best finnst mér að gera það þegar ég er ein heima því þá er ekkert sem truflar mig í að upplifa liðinn tíma. Það er nefnilega svo að við hvert nafn sem maður tekur fyrir á listanum koma upp í hugann svo margar minningar sem tengjast viðkomandi og maður sveiflast til og frá í tíma.
Stundum hugsa ég hvort ég eigi að vera að halda áfram að skrifa fólki á jólakort sem ég hef ekki hitt í mörg, mörg ár og áður en ég byrja jólakortaskrifin þá stressar það mig stundum hvað ég er með langan lista. En þegar ég hinsvegar byrja skriftirnar þá kemur þessi yndislega tilfinning yfir mig og ég get ekki hugsað mér að sleppa einu einasta nafni. Ég er búin að vera í svona minningarvímu í gær og í dag en nú er allt komið í umslög og bíður þess að fara í póst þegar nær dregur jólum.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Jólakort/Minningar

  1. Þórunn says:

    Þessa tilfinningu kannast ég við, það kemur yfir mann einhver angurværð. En þó maður hafi ekki hitt fólkið lengi þá er samt svo notalegt við að fá kveðju um jólin.

  2. Anna Sigga says:

    Dugleg!
    Vá, ertu bara búin að skrifa öll jólakortin og bréfin í ár? Ég er bara búin að búa til jólakortin og prenta út listann sem ég fer eftir þegar ég skrifa kortin. Bestu kveðjur annars.

Skildu eftir svar