A Scent of a woman.

Eftir sjúkraþjálfunina um hádegið fór ég og sótti Karlottu til þess að við gætum átt okkar góðu föstudagsstund. Við vorum hinsvegar rétt búnar að borða og vorum að ræða hvað við ætluðum að gera þegar Guðbjörg kom og sótti hana. Karlotta átti nefnilega að mæta í afmæli og það átti eftir að kaupa gjöfina. Það var því í styttra lagi samverutíminn okkar í dag en við bætum okkur það bara upp næst.


Ég gat ekki dekrað neitt við Hauk í dag á bóndadaginn því hann er á stífum vinnuvöktum en vonandi get ég bætt honum það upp í næstu viku. 
Sigurrós ætlaði að koma um helgina en hún er komin með einhverja af þessum pestum sem eru að ganga svo það varð nú ekki af því í þetta sinn. Ég á það bara líka til góða seinna. Rosalega á ég annars margt til góða seinna. Ég get bara strax farið að láta mig hlakka til. 🙂


Ég stóðst ekki mátið að horfa á kvikmynd kvöldsins á Skjá einum þó ég sé búin að sjá hana áður. Í kvöld sýndu þeir nefnilega myndina „Scent of a woman“ með Al Pacino.  http://www.imdb.com/title/tt0105323/  Þetta er alveg sérlega fín mynd og leikurinn frábær. 


Nú er best að koma sér í rúmið og halda áfram lestrinum á The Da Vincy Code. Ég býst nú ekki við að haldast vakandi heila opnu en ætla samt að gera heiðarlega tilraun til þess og segi bara Góða nótt.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to A Scent of a woman.

  1. afi says:

    Alltaf missir maður af einhverju.

Skildu eftir svar