TÆKNIVÆDDA FJÖLSKYLDAN

Mikið hræðilega er erfitt að byrja upp á nýtt þegar maður er búinn að skrifa heilmikið í bloggið sitt og fer svo aðeins inn á aðra síðu. En, þegar á síðan bara eftir að smella á birta kemur í ljós að ekki var búið að vista og allt dottið út.


Af sérstökum ástæðum ætla ég samt að setja eitthvað inn aftur Þó komið sé fram yfir miðnætti. Tilefni þess að ég ákvað að skrifa færslu í kvöld er það, að þegar ég ætlaði að slökkva á tölvunni fyrir nóttina þá sá ég að ég átti ólesinn póst. Pósturinn var frá Magnúsi Má þar sem hann tilkynnir að þau Guðbjörg séu búin að opna heimasíðu http://frontpage.simnet.is/magmar/ .
TIL HAMINGJU MEÐ NÝJU SÍÐUNA.


Ég fór auðvitað strax að skoða síðuna, myndirnar og bloggið. Það var eftir lesturinn á blogginu sem skammaðist mín bara talsvert fyrir að hafa ekki skrifað í heila viku og ég vissi að ég færi ekki í rúmið fyrr en ég væri búin að skrifa í dagbókina mína. Gerði mér hinsvegar ekki í hugarlund að ég þyrfti að gera það tvisvar fyrir klaufaskap.


Þetta er búin að vera svona vika með öllu og engu. Dagarnir voru fljótir að líða á meðan Haukur var heima. Við vorum voða dugleg að fara í langa göngutúra. Einn daginn fórum við í bíltúr út í Hveragerði og annan daginn vorum við í einhverjum útréttingum hérna, vorum að versla í matinn og fleira. Það var þá sem Haukur fékk þá snjallræðis hugmynd að bjóða mér á Kaffi krús þar sem ég fékk uppáhalds ostatertuna mína með kirsuberjum og rjóma, namm, namm. 
Við erum sem sagt, þegar allt kemur til alls, ekki alveg samkvæm sjálfum okkur þegar kemur að því að ná af okkur jólakílóunum. Við förum í þessa löngu göngutúra og höfum passað okkur að vera ekkert með sætar kökur heima. Allt mjög gott og blessað. Síðan förum við á kaffihús og úðum í okkur tertum og rjóma. Afsökunin er sú að maður fer ekki inn á kaffihús án þess að fá sér tertu, eða það segir Haukur allavega 🙂


Ég var nú komin lengra í skriftunum þegar ég eyddi öllu út áðan en ég held ég láti þetta duga í bili.


Ég er mjög montin af því að nú erum við í fjölskyldunni öll komin með heimasíðu og blogg. (hér fór ég út úr áðan en nú er ég búin að vista)


http://frontpage.simnet.is/magmar/


http://sigurros.betra.is/sigurros/blogg.php


 http://joi.betra.is/


Ætli við séum ekki með tæknivæddari fjölskyldum á landinu???

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to TÆKNIVÆDDA FJÖLSKYLDAN

  1. Magnús Már says:

    Tölvur
    Að gera villu er mannlegt – en til að koma öllu í klessu þarftu tölvu, segir máltækið.

  2. Þórunn says:

    Tölvur og tertur
    Sæl og blessuð, takk fyrir bréfið um daginn. Það er ekkert smáræði sem er að gerast í kringum þig. Ég segi bara tölvur eru dásamlegar, þó þær geti pirrað mann og að fá sér tertu með kaffi annað slagið er ekki til að hafa samviskubit yfir, njóttu þess og farðu svo út að ganga á eftir. Lífið er til að njóta þess, af skynsemi þó.

Skildu eftir svar