Fullt hús af fólki- það er fínt.

Dagurinn í gær var mjög skemmtilegur hjá mér. Ég var búin að lofa að hafa Sólrúnu Maríu og Sigþór á meðan Selma færi í sjúkraþjálfun(smellið á nöfnin til að sjá myndinrnar af þeim). Sólrún er nýjasta frænkan mín. Ég var að bíða eftir þeim þegar dyrabjallan hringdi og Jens, tengdapabbi Sigurrósar stóð fyrir utan. Það er alltaf gaman þegar Jens lítur inn og okkur þrýtur aldrei umræðuefni. Rétt á eftir kom Selma með krakkana. Þetta var nú í fyrsta skipti sem Sólrún María átti að vera í pössun hjá mér svo við vissum ekki við hverju mátti búast. Það er ekki svo langt síðan hún kom í fjölskylduna og hún er mjög vör um sig og vill hafa mömmu hjá sér. Hún kom verulega á óvart, grét aðeins í augnablik þegar mamma hennar fór, varla meira en mínútu og svo var hún bara rosalega góð og Sigþór var svo góður að við vissum ekki af honum. Það kom í ljós að við Jens, sem er barnagæla mikil, vorum að hugsa það sama þar sem við lékum okkur við litlu prinsessuna og vorum að ræða brúðkaup barna okkar í sumar nefnilega hvað það yrði nú gaman ef við fengjum eitt svona krútt til að leika okkur að einhverntíman á næstu árum.

Þær komu svo um svipað leyti frænkurnar Selma og Guðbjörg með Odd. Það er svo gaman þegar húsið fyllist svona af fólki.

Í gærkvöldi dreif ég mig hinsvegar upp á heilsugæslu og fékk bæði meiri fúkkalyf og stera við astmanum sem ég fékk úpp úr flensunni og ég held ég finni bara mun á mér strax í dag en ekki taldi læknirinn ráðlegt að ég færi í vatnsleikfimina fyrr en ég er orðin betri.

Ég sótti Odd í leikskólann í dag svo hann geti einhverntíman líka fengið að koma einn til ömmu. Við áttum góðan tíma hérna saman. Hann er orðinn svo mikill grallari og það skríkir í honum þegar hann er að grallarast í ömmu gömlu. Ég hef nú nokkra hugmynd um hvaðan þau gen koma.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Fullt hús af fólki- það er fínt.

  1. afi says:

    Alltaf gaman að fá góða gesti.

Skildu eftir svar