Gott að eiga TROMP.

Ég hef aldrei verið talin mikil spilamanneskja, en eitt veit ég þó að TROMP koma að góðum notum þegar maður fær þau á hendina.

Það hefur sem sé komið í ljós að TROMPIÐ mitt kom að góðum notum. Strax í gærkveldi, þegar ég var búin að taka homopatalyfið 3svar sinnum þá fannst mér strax að röddin væri að koma en hélt að það væri kannski ímyndun í mér. Í dag er ég bara aðeins rám en röddin að stórum hluta komin. Þetta geta þeir sem ég hef talað við í dag borið vitni um.

Nú naga ég handabökin að hafa ekki byrjað á því upphaflega að tala við Jónu Ágústu hómopata í stað þess að fara hefðbundnu læknaleiðina. Ég hefði þá kannski sloppið við að taka inn öll þessi sterku lyf sem ég hef verið að taka s.l. 6 vikur án árangurs.

Rétti Galdralæknirinn var sem sé rétt við nefið á mér allan tímann. Ég var bara svo sein að átta mig á því.

Bara eitt að lokum. Þetta er ekki aprílgabb.

Ég óska ykkur öllum góðrar helgar.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Gott að eiga TROMP.

  1. Þórunn says:

    Hjartanlega til hamingju með batann, það er sannarlega gott að hafa tromp á hendi, þó þau séu geymd í síðasta slaginn. Hér sannast að betra er seint en aldrei.

  2. Gott að hæsið er að lagast!
    Þú veist bara af hómópatanum ef þú þarft á honum að halda aftur! Farðu vel með þig. Kveðja Anna Sigga

Skildu eftir svar