Karlottu-ömmudgur í dag.

Ég sótti Karlottu í skólann í dag

og við skemmtum okkur konunglega við að horfa á kennsluspólu með línudansi og hlógum mikið að sjálfum okkur þegar við ætluðum með tilþrifum að sýna að við værum nú orðnar svo klárar að geta dansað með, en það reyndist sem sagt ekki eins auðvelt og hjá fólkinu á skjánum.
Svo hafði afi líka komið um daginn með videospólu með Riverdance og Karlotta var bókstaflega límd yfir því að horfa á það og var ekki par hrifin af því þegar mamma hennar sótti hana klukkan fjögur. Amma lofaði að geyma spóluna, nákvæmlega á þeim stað sem við vorum komnar að horfa, svo við gætum horft saman á restina á föstudaginn.

Skemmtilegur dagur í Sóltúninu í dag.

Mig langar að lokum til að vísa til heimasíðu Þórunnar netvinkonu minnar sem er með orð dagsins í dag.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Karlottu-ömmudgur í dag.

  1. Þórunn says:

    Njótið lífsins
    Ömmudagar eru greinilega alveg einstakir. Það er um að gera að njóta lífsins.

  2. Ragna says:

    Já Þórunn mín, ömmudagarnir eru dagar sem ég er þakklát fyrir og fátt er betra fyrir sálartetrið en fá að fíflast með barnabörnunum.

  3. Þórunn says:

    Hér eiga vel við þessi orð
    Til þess að fólk viti að þú elskir það þarftu að gefa því eitthvað af tíma þínum.

  4. Ragna says:

    Sönn eru þau orð!

Skildu eftir svar