Hvítasunnuhelgin liðin.

Þá er nú Hvítasunnuhelgin liðin. Þetta hefur verið alveg yndælis helgi.

Á föstudaginn hringdi til mín kona og kynnti sig "þetta er Sigga á hælinu, ertu heima í dag ef ég kem í heimsókn?". Ég vissi strax hver konan var því ég var búin að heimsækja hana fyrir nokkru út á NLFÍ í Hveragerði þegar hún var nýkomin þangað eftir að hún fékk nýjan mjaðmalið. Ég sótti hana um sexleytið og við borðuðum hérna saman og svo fór ég með hana aftur á "hælið".

Karlotta, Oddur og Graskallinn í Eden.

Á laugardaginn fórum við Guðbjörg með krakkana í Eden og í nýjan verslunarkjarna þeirra Hvergerðinga.
Síðdegis kom svo Haukur austur og við grilluðum hérna í góða veðrinu og skruppum síðan í göngutúr til Guðbjargar og Magnúsar eftir kvöldmat. Það er svo erfitt að ætla að setjast fyrir framan imbakassann þegar sólin skín og kallar beinlínis á mann að fara út og njóta góða veðursins.

Á Hvítasunnudag komu Sigurrós og Jói eftir hádegið og þegar þau voru nýkomin þá kom Unnsteinn, Bjarki og Heiður, en þau voru á leiðinni í Sælukot. Unnsteinn kom með myndir úr Nýja Sjálandsdvölinni sinni til að sýna mér. Það var svo gaman að krakkarnir skyldu líta inn því það er svo langt síðan ég hef séð þau og sérstaklega Unnstein. Verst að þau komu ekki aðeins seinna svo þau hefðu getað verið í kaffinu hjá okkur en þau vildu ekki bíða eftir því, þurftu að drífa sig í Sælukot. Þegar þau voru að kveðja þá komu Guðbjörg, Magnús, Bjarki, Karlotta og Oddur og í sömu mund kom Dana María afastelpan hans Hauks. Það var svei mér gaman að geta lagt á borð fyrir svona marga í kaffitímanum.

Sigurrós, Guðbjörg og Bjarki.
Dana María og neðri hlutinn af afa.
Hérna er svo efri hlutinn af afa. Æ,æ gleymdist að loka inn í þvottahúsið 🙁
Magnús og Sigurrós

Í gær á annan í Hvítasunnu litu svo við hjá okkur þau Didda og Gísli, sem bæði vinna hjá Ísal eins og Haukur, en þau voru að koma úr bústað í Grímsnesinu og datt í hug að kíkja við.

Ég verð nú bara að segja að þessi helgi var mjög lífleg og skemmtileg og nú er bara að bíða eftir að "stelpurnar" komi í saumaklúbb til mín á fimmtudagskvöldið svo hægt sé að halda áfram með fjörið.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Hvítasunnuhelgin liðin.

  1. afi says:

    Það er nú meiri gestagangurinn hjá minni. Bara stöðugur straumur í sæluríkið. Eden! sagðirðu? Ertu nokkuð að fara að kaupa? Ekki þess vegna sem þið fóruð að skoða? Ha?

  2. Ragna says:

    Nei, ég vissi ekki að það væri til sölu svo var ég ekki með nógu stóra buddu með mér til að fara í slík viðskipti, lét bara ísinn duga.

Skildu eftir svar