Amma og næturgestirnir!

Á föstudagskvöldið fékk ég næturgesti. Mér fannst svo tilvalið að Oddur og Karlotta gistu hjá ömmu af því morguninn eftir ætluðum við í bæinn saman. Við horfðum á fjölskyldumyndina á RÚV og síðan fóru þau í rúmið og kíktu aðeins á gömlu Andrésblöðin (sum frá 1964) og áður en ég vissi af voru þau sofnuð. Það var ekki mikil fyrirhöfn að hafa þessa næturgesti.
Oddur og Karlotta nývöknuð í gestaherberginu hjá ömmu.

Á laugardagsmorguninn fórum við síðan í bæinn eins og ákveðið hafði verið. Við fórum beint upp í Mjódd á Brúðarkjólaleigu Katrínar þar sem við hittum Sigurrós. Síðan var byrjað að máta brúðarmeyjakjóla á Karlottu. Það var ekki til númerið hennar og kjólarnir voru ýmist aðeins of litlir eða of stórir. Ég sá eftir að hafa ekki verið með myndavélina því hún var svo hátíðleg á svipinn yfir alvöru málsins. En við verðum að leita betur að passandi kjól. Líklega förum við strax eftir næstu helgi og kíkjum betur á þetta. Það voru líka mátuð þjóðhátíðarföt á stubbinn en hann var ekki eins hátíðlegur yfir þessu og systir hans og hafði miklu meiri áhuga á ýmsu sem hann sá í kringum sig (alveg týpiskur strákur). Það var sama sagan með fötin á hann, buxurnar voru allt of víðar og ekki til jakki í hans stærð. Við þurfum sem sé að athuga það mál betur líka. Annars keypti mamma hans svona vesti og skyrtu á hann fyrir jólin og svartar buxur. Það er hugsanlegt að það passi á hann ennþá því það var keypt við vöxt.
Sigurrós tók síðan að sér að fara með krakkana til pabba síns en ég fór að hitta vinkonurnar sem ég vann með á sínum tíma. Sivva er nýflutt og hafði boðið okkur að koma og skoða nýja heimilið sittt. Eins og venjan er þegar Sivva á í hlut þá hafði hún töfrað fram fram spennandi og gómsæta rétti sem hún bauð okkur uppá.
Til hamingju Sivva með fallega heimilið þitt.
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Amma og næturgestirnir!

  1. Anna Sigga says:

    Spennandi undirbúníngur!
    Það á örugglega eftir að finnast flottur kjóll á Karlottu!!! Annars er ég farin að telja niður dagana til síðustu helgarinnar í júní 😉

  2. Ragna says:

    Er það ættarmótið?
    Þegar við fréttum af því, þá vorum við rétt nýbúin að kaupa okkur sumarleyfisferð og Guðbjörg líka. Við erum ofsalega leiðar yfir að geta ekki verið með.

  3. afi says:

    Það er sjaldnast fyrirhöfn að hafa svona næturgesti. það er bara ánægjulegt.

  4. Anna Sigga says:

    Jamm, ættarmótið…
    …feðgarnir verða á Shellmóti í Eyjum og pabbi og mamma á ferðalagi með dönskum gestum. En Helga ætlar að skreppa. Það að þú kemst ekki ýtir bara enn meira á mig að fara að drífa mig í heimsókn til þín ;)!!!

Skildu eftir svar