Kleinurnar voru bakaðar í dag.

Ég nennti ekki að bretta upp ermarnar eins og ég talaði um í gær, ég fann miklu betri lausn – fór í stuttermabol 🙂 Kleinurnar voru sem sé bakaðar í dag og eru nú flestar komnar í frysti, en það er nú ekki mikið mál að velgja þær aftur fyrir notkun. Nú tilkynnist það sem sé, að þeim sem eiga leið í Sóltúnið verður boðið upp á kaffi og kleinur.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Kleinurnar voru bakaðar í dag.

  1. Ragna M says:

    kleinur
    Sæl nafna mín.
    Þetta er nú meiri myndarskapurinn í Sóltúninu. Ég í smá aðhaldi eftir bílífið í sumar,borðaði aðeins grænmeti í kvöld og glorsoltin fer ég inn á dagbókina þína og blasa þá ekki við mér þessar líka bústnu kleinur og það í 2 skálum. Þú nýtur þess að ég næ ekki til þeirra því þá hefðu þær ekki lent í frystinum. kveðja R M

  2. Ragna says:

    Kveðja til Akureyrar
    Þakka þér fyrir kveðjuna kæra nafna. Ég hef prufað það áður þegar ég er löt að hafa mig í að gera eitthvað að setja markmiðin á heimasíðuna og þá bara verður maður að drifa í hlutunum. Þess vegna eru nú kleinurnar mínar hér fyrir allra augum.
    Kær kveðja til ykkar Magnúsar

  3. Þórunn says:

    Kleinur
    Þetta eru aldeilis fínar kleinur hjá þér Ragna mín, getur verið að við fáum að smakka þær þegar við lítum inn til þín. Það er búið að kaupa farmiðana og við komum til landsins 29. september. Sjáumst, Þórunn

  4. Ragna says:

    Það er nú ekki spurning að hún netvinkona mín fái hjá mér kleinur þegar hún kemur á Selfoss. Ég hlakka mikið til að hitta ykkur. Við eigum nú eftir að vera í sambandi fram að þessum tíma.
    Kær kveðja,

Skildu eftir svar