Áfram góð helgi.

Þegar ég var komin á kreik í gærmorgun datt mér í hug að heimsækja hana Önnu sem er með mér í saumaklúbbnum, en hún er núna á HNLFÍ í Hveragerði. Það varð úr að ég fór og borðaði með henni heilsufæði í hádeginu. Við höfðum svo ætlað að fara og skoða Garðyrkjuskólann og vorum rétt ófarnar út þegar hún fékk aðra gesti svo það verður bara að bíða betri tíma.

´

Ég var svo nýkomin hérna heim þegar Stefa vinkona Sigurrósar hringdi til að vita hvort ég væri heima því hún var stödd hérna í nágrenninu og langaði til að líta við hjá mér. Ég hélt nú það.
Hvílík heppni að ég var komin heim því ég hefði alls ekki viljað missa af því að fá hana í heimsókn. Það var svo notalegt að sitja og spjalla saman. Takk fyrir komuna Stefa mín ef þú lest þessar línur. Nú veistu hvar ég á heima 🙂

Ég má til með að setja hérna mynd af Stefu og litla krílinu sem hún felur innanklæða þar til í október.

Atburðum helgarinnar lauk svo með því að mér var boðið að koma í kjötsúpu til Guðbjargar og Magnúsar Más.

Kjötsúpan er eitt af því sem manni hefur þótt svo gott alveg frá því að maður man eftir sér. Það má því segja að hún sé svona allra tíma góðgæti. Ekki spillti heldur kaffisopinn og Swissneska konfektið sem ég fékk í eftirmat. Ummmm
Takk fyrir mig.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Áfram góð helgi.

  1. Jói says:

    Myndin af Önnu
    er alveg ofboðslega stór, á meðan að hinar eru fínar í raunstærð (ég sé að þær eru báðar merktar _sized þannig að þú hefur lagað þær til með forritinu).

    Þú getur séð stærðina á myndinni í umsjónarsvæðinu eða með því að smella hér

  2. Ragna says:

    Já ég tek eftir að hún er skýrari áður en hún er minnkuð. Ég tók hinar beint inn en Önnu mynd fór í gegnum Photo filtre. Ég hef líklega gert mistök þar.

  3. Jói says:

    Búinn að laga
    Búinn að laga

  4. Þórunn says:

    Fleiri góðar myndir
    Kæra Ragna, mikið er gaman að sjá allar þessar fínu myndir, haltu áfram á þessari braut

  5. Stefa says:

    Betra seint en aldrei
    Já það er betra seint en aldrei að þakka fyrir sig – mér fannst þetta óskaplega notaleg stund og gott að koma svona í huggulegt heimahús eftir að hafa setið inni í heimsóknarfangaklefa í 2 klst. Það er ótrúlega dapurlegt að heimsækja besta bróann sinn við svona aðstæður en þó betra en ekkert. Ég á örugglega eftir að koma aftur til þín Ragna mín og þá kannski með litla krílið með mér ;o)

    *Knús*
    Stefa

Skildu eftir svar